Vona að hægt verði að bjóða fólki í smitgát með sjálfvirkum hætti í næstu viku Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 17:23 Nýja uppfærslan var byggð upp frá grunni og er því í raun um að ræða spánýtt app. Aðsend Vonast er til að hin margumtalaða uppfærsla á rakningaappi almannavarna og landlæknis verði loks fáanleg í næstu viku. Nýja útgáfan notast við Bluetooth-tækni til að láta fólk vita ef það hefur mögulega verið útsett fyrir kórónuveirusmiti. „Akkúrat núna erum við að laga smá vandamál sem við fundum á síðustu metrunum í prófunum og ég er að binda vonir við að það klárist í dag eða á morgun,“ segir Ólafur Kr. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Kr. Ragnarsson hefur haft yfirumsjón með þróun uppfærslunnar og tengdum kerfum.Aðsend Í kjölfarið fer appið í samþykktarferli hjá Apple og Google þar sem það fær flýtimeðferð. Þegar nýja útgáfan fær græna ljósið frá tæknirisunum verður það aðgengilegt snjallsímum í gegnum hugbúnaðarveiturnar App Store og Google Play. Nokkrar tafir hafa orðið á útgáfunni og síðast stóð til að kynna það fyrir sléttri viku síðan. Embætti landlæknis óskaði eftir áliti Persónuverndar í tengslum við uppfærsluna og veitti stofnunin umsögn sína þann 14. apríl síðastliðinn. Að sögn Ólafs var brugðist við henni með smávægilegum úrbótum og er þeirri vinnu nú lokið. Boðið að fara í smitgát Símar með nýja rakningaappið munu skiptast á svokölluðum Bluetooth-lyklum og geyma lykla frá tækjum sem hafa verið innan við tvo metra frá þeim í yfir fimmtán mínútur. Þá eru eigendur símanna látnir vita ef einhver sem þeir voru nálægt greinist með kórónuveiruna. Engin leið er að sjá hver smitaði einstaklingurinn er. Einstaklingar sem fá slíka tilkynningu er boðið að skrá sig í svokallaða smitgát hjá rakningateyminu og bóka tíma í sýnatöku. Notandi látinn vita að hann hafi mögulega verið útsettur.Aðsend Núverandi útgáfa rakningaappsins, sem ber heitið Rakning C-19, notast við GPS-staðsetningahnit og safnar upplýsingum um það hvar síminn hefur verið síðustu tvær vikur. Nýtast þær upplýsingar rakningateyminu til að rifja upp ferðir eigandans ef hann síðar greinist. Einungis verður notast við Bluetooth í nýja appinu þar sem Google og Apple leyfa ekki öpp sem nota bæði GPS-staðsetningu og Bluetooth til smitrakningar. „Þar er ekki verið að hugsa um Ísland heldur önnur lönd þar sem persónufrelsi er kannski ekki eins mikið og hér,“ segir Ólafur. Nýja appið var þróað í samstarfi við tæknirisana og nýtir tækni sem þeir hafa byggt inn í stýrikerfi iPhone- og Android-síma. Hafa því öpp með svipaða virkni verið þróuð og notuð víða erlendis. Notkun appsins sveiflast í takt við fjölda smita Ólafur segir að notendum rakningaappsins hafi fækkað aðeins að undanförnu en að um 130 þúsund manns noti það í dag. Hann bætir við að notkun þess sveiflist í takt við fjölda kórónuveirusmita í samfélaginu. „Það virðist eins og þegar létti á þá fari fólk að eyða appinu út og um leið og þetta hefur verið að fara upp aftur þá kemur uppsveifla og það fer að sækja þetta aftur.“ Sumir notendur hafa kvartað undan því að rakningaappið sé of orkufrekt og stytti endingartíma rafhlöðunnar til muna. Að sögn Ólafs verður gerð bragabót á því í nýju útgáfunni þar sem Bluetooth þurfi mun minni orku en GPS. Svona virkar nýja rakningaappið Sigmar og Agnes hittast á kaffihúsi og sitja saman í dágóða stund. Viku síðar greinist Agnes með kórónuveiruna og fær símtal frá rakningateyminu þar sem hún er meðal annars spurð hvort hún sé með rakningaappið. Hún svarar játandi og fær upp gefinn staðfestingarkóða sem Agnes stimplar inn í símann áður en hún getur sent Bluetooth-lykilinn sinn í sérstakan gagnagrunn. Sigmar er einnig með nýja appið virkt og það heldur utan um lykla þeirra tækja sem hann hefur komið nálægt síðustu tvær vikurnar. Á um það bil fjögurra klukkustunda fresti athugar rakningappið hvort það sé með lykil sem hafi verið skráður smitaður í áðurnefndum gagnagrunni. Appið finnur samsvörun og stýrikerfi símans metur hvort umræddur sími uppfylli þau skilyrði að hafa verið innan við tveggja metra fjarlægð frá Sigmari í yfir fimmtán mínútur. Fjarlægðin er metin með reiknireglu sem skoðar styrk Bluetooth-merkisins frá símanum sem sendi smitaða lykilinn. Síminn uppfyllir skilyrðin og appið lætur Sigmar vita að hann hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti. Honum er boðið að skrá sig í smitgát hjá rakningateyminu og bóka tíma í sýnatöku. Hann getur einnig valið að hunsa tilkynninguna og sleppt því þannig að láta rakningateymið vita. Vilja koma fólki fyrr í sýnatöku „Þetta er bara aukaverkfæri fyrir rakningateymið og eitt af mörgum. Þetta er auðvitað ekki gallalaust og þess vegna er fólk ekki sett í sóttkví heldur fer í þessa smitgát. Þú getur til dæmis fengið tilkynningu ef þið sitjið sitt hvorum megin við gler í einhvern tíma.“ Ólafur segir enga leið fyrir rakningateymið eða aðra að sjá hverja fólk hefur umgengist út frá þeim gögnum sem appið safni. Í þeim efnum þurfi teymið áfram að treysta á að fólk geti rakið ferðir sínar og rifjað upp við hverja það átti samskipti við. Vonin sé þó sú að tilkynningarnar í nýju uppfærslunni geri það að verkum að fólk gæti sín strax ef það hefur verið útsett og fari fyrr í sýnatöku en ella. Það eina sem rakningateymið fær að vita þegar fólk skráir sig í smitgát er að einstaklingurinn hafi líklega verið nálægt sýktri manneskju. „Þú veist í rauninni ekkert hvers vegna þú fékkst tilkynningu. Það er ekki hægt að finna neitt út um neinar persónur eða neitt svoleiðis, það er alveg séð til þess. Teymið veit af þér en það er ekkert víst að það hafi samband við þig.“ Appið mun veita leiðbeiningar um það hvernig fólk á að haga sér eftir að það hefur verið útsett, bjóða þeim að skrá sig í smitgát og bóka sýnatöku. Aðsend Betra að hafa þetta pottþétt Ólafur hefur ekki áhyggjur af því að appið komi of seint nú þegar stutt er í að meirihluti þjóðarinnar verði kominn með minnst einn skammt bóluefnis gegn Covid-19. „Ef þetta myndi bara ná að grípa einn sem er útsettur sem svo kannski greinist smitaður þá getur þú ímyndað þér hvað við getum verið búin að stoppa í útbreiðslu.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera til með þetta fyrr ef maður er alveg hreinskilinn með það. En það er betra að bíða aðeins og hafa þetta pottþétt en að gefa eitthvað út og lenda svo kannski í vandræðum. Við viljum vanda okkur eins og við getum í þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Gestur Pálmason, einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarforritið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. 12. maí 2020 11:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
„Akkúrat núna erum við að laga smá vandamál sem við fundum á síðustu metrunum í prófunum og ég er að binda vonir við að það klárist í dag eða á morgun,“ segir Ólafur Kr. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Kr. Ragnarsson hefur haft yfirumsjón með þróun uppfærslunnar og tengdum kerfum.Aðsend Í kjölfarið fer appið í samþykktarferli hjá Apple og Google þar sem það fær flýtimeðferð. Þegar nýja útgáfan fær græna ljósið frá tæknirisunum verður það aðgengilegt snjallsímum í gegnum hugbúnaðarveiturnar App Store og Google Play. Nokkrar tafir hafa orðið á útgáfunni og síðast stóð til að kynna það fyrir sléttri viku síðan. Embætti landlæknis óskaði eftir áliti Persónuverndar í tengslum við uppfærsluna og veitti stofnunin umsögn sína þann 14. apríl síðastliðinn. Að sögn Ólafs var brugðist við henni með smávægilegum úrbótum og er þeirri vinnu nú lokið. Boðið að fara í smitgát Símar með nýja rakningaappið munu skiptast á svokölluðum Bluetooth-lyklum og geyma lykla frá tækjum sem hafa verið innan við tvo metra frá þeim í yfir fimmtán mínútur. Þá eru eigendur símanna látnir vita ef einhver sem þeir voru nálægt greinist með kórónuveiruna. Engin leið er að sjá hver smitaði einstaklingurinn er. Einstaklingar sem fá slíka tilkynningu er boðið að skrá sig í svokallaða smitgát hjá rakningateyminu og bóka tíma í sýnatöku. Notandi látinn vita að hann hafi mögulega verið útsettur.Aðsend Núverandi útgáfa rakningaappsins, sem ber heitið Rakning C-19, notast við GPS-staðsetningahnit og safnar upplýsingum um það hvar síminn hefur verið síðustu tvær vikur. Nýtast þær upplýsingar rakningateyminu til að rifja upp ferðir eigandans ef hann síðar greinist. Einungis verður notast við Bluetooth í nýja appinu þar sem Google og Apple leyfa ekki öpp sem nota bæði GPS-staðsetningu og Bluetooth til smitrakningar. „Þar er ekki verið að hugsa um Ísland heldur önnur lönd þar sem persónufrelsi er kannski ekki eins mikið og hér,“ segir Ólafur. Nýja appið var þróað í samstarfi við tæknirisana og nýtir tækni sem þeir hafa byggt inn í stýrikerfi iPhone- og Android-síma. Hafa því öpp með svipaða virkni verið þróuð og notuð víða erlendis. Notkun appsins sveiflast í takt við fjölda smita Ólafur segir að notendum rakningaappsins hafi fækkað aðeins að undanförnu en að um 130 þúsund manns noti það í dag. Hann bætir við að notkun þess sveiflist í takt við fjölda kórónuveirusmita í samfélaginu. „Það virðist eins og þegar létti á þá fari fólk að eyða appinu út og um leið og þetta hefur verið að fara upp aftur þá kemur uppsveifla og það fer að sækja þetta aftur.“ Sumir notendur hafa kvartað undan því að rakningaappið sé of orkufrekt og stytti endingartíma rafhlöðunnar til muna. Að sögn Ólafs verður gerð bragabót á því í nýju útgáfunni þar sem Bluetooth þurfi mun minni orku en GPS. Svona virkar nýja rakningaappið Sigmar og Agnes hittast á kaffihúsi og sitja saman í dágóða stund. Viku síðar greinist Agnes með kórónuveiruna og fær símtal frá rakningateyminu þar sem hún er meðal annars spurð hvort hún sé með rakningaappið. Hún svarar játandi og fær upp gefinn staðfestingarkóða sem Agnes stimplar inn í símann áður en hún getur sent Bluetooth-lykilinn sinn í sérstakan gagnagrunn. Sigmar er einnig með nýja appið virkt og það heldur utan um lykla þeirra tækja sem hann hefur komið nálægt síðustu tvær vikurnar. Á um það bil fjögurra klukkustunda fresti athugar rakningappið hvort það sé með lykil sem hafi verið skráður smitaður í áðurnefndum gagnagrunni. Appið finnur samsvörun og stýrikerfi símans metur hvort umræddur sími uppfylli þau skilyrði að hafa verið innan við tveggja metra fjarlægð frá Sigmari í yfir fimmtán mínútur. Fjarlægðin er metin með reiknireglu sem skoðar styrk Bluetooth-merkisins frá símanum sem sendi smitaða lykilinn. Síminn uppfyllir skilyrðin og appið lætur Sigmar vita að hann hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti. Honum er boðið að skrá sig í smitgát hjá rakningateyminu og bóka tíma í sýnatöku. Hann getur einnig valið að hunsa tilkynninguna og sleppt því þannig að láta rakningateymið vita. Vilja koma fólki fyrr í sýnatöku „Þetta er bara aukaverkfæri fyrir rakningateymið og eitt af mörgum. Þetta er auðvitað ekki gallalaust og þess vegna er fólk ekki sett í sóttkví heldur fer í þessa smitgát. Þú getur til dæmis fengið tilkynningu ef þið sitjið sitt hvorum megin við gler í einhvern tíma.“ Ólafur segir enga leið fyrir rakningateymið eða aðra að sjá hverja fólk hefur umgengist út frá þeim gögnum sem appið safni. Í þeim efnum þurfi teymið áfram að treysta á að fólk geti rakið ferðir sínar og rifjað upp við hverja það átti samskipti við. Vonin sé þó sú að tilkynningarnar í nýju uppfærslunni geri það að verkum að fólk gæti sín strax ef það hefur verið útsett og fari fyrr í sýnatöku en ella. Það eina sem rakningateymið fær að vita þegar fólk skráir sig í smitgát er að einstaklingurinn hafi líklega verið nálægt sýktri manneskju. „Þú veist í rauninni ekkert hvers vegna þú fékkst tilkynningu. Það er ekki hægt að finna neitt út um neinar persónur eða neitt svoleiðis, það er alveg séð til þess. Teymið veit af þér en það er ekkert víst að það hafi samband við þig.“ Appið mun veita leiðbeiningar um það hvernig fólk á að haga sér eftir að það hefur verið útsett, bjóða þeim að skrá sig í smitgát og bóka sýnatöku. Aðsend Betra að hafa þetta pottþétt Ólafur hefur ekki áhyggjur af því að appið komi of seint nú þegar stutt er í að meirihluti þjóðarinnar verði kominn með minnst einn skammt bóluefnis gegn Covid-19. „Ef þetta myndi bara ná að grípa einn sem er útsettur sem svo kannski greinist smitaður þá getur þú ímyndað þér hvað við getum verið búin að stoppa í útbreiðslu.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera til með þetta fyrr ef maður er alveg hreinskilinn með það. En það er betra að bíða aðeins og hafa þetta pottþétt en að gefa eitthvað út og lenda svo kannski í vandræðum. Við viljum vanda okkur eins og við getum í þessu.“
Svona virkar nýja rakningaappið Sigmar og Agnes hittast á kaffihúsi og sitja saman í dágóða stund. Viku síðar greinist Agnes með kórónuveiruna og fær símtal frá rakningateyminu þar sem hún er meðal annars spurð hvort hún sé með rakningaappið. Hún svarar játandi og fær upp gefinn staðfestingarkóða sem Agnes stimplar inn í símann áður en hún getur sent Bluetooth-lykilinn sinn í sérstakan gagnagrunn. Sigmar er einnig með nýja appið virkt og það heldur utan um lykla þeirra tækja sem hann hefur komið nálægt síðustu tvær vikurnar. Á um það bil fjögurra klukkustunda fresti athugar rakningappið hvort það sé með lykil sem hafi verið skráður smitaður í áðurnefndum gagnagrunni. Appið finnur samsvörun og stýrikerfi símans metur hvort umræddur sími uppfylli þau skilyrði að hafa verið innan við tveggja metra fjarlægð frá Sigmari í yfir fimmtán mínútur. Fjarlægðin er metin með reiknireglu sem skoðar styrk Bluetooth-merkisins frá símanum sem sendi smitaða lykilinn. Síminn uppfyllir skilyrðin og appið lætur Sigmar vita að hann hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti. Honum er boðið að skrá sig í smitgát hjá rakningateyminu og bóka tíma í sýnatöku. Hann getur einnig valið að hunsa tilkynninguna og sleppt því þannig að láta rakningateymið vita.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Gestur Pálmason, einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarforritið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. 12. maí 2020 11:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35
Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00
Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Gestur Pálmason, einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarforritið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. 12. maí 2020 11:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent