Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2021 06:00 Whitney Buha hefur sýnt frá bataferli sínu á Instagram og TikTok eftir misheppnaða bótox meðferð. Instagram „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty)
Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“