Halldór Karl: Frábært að hafa tryggt okkur sæti í úrslitakeppninni Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2021 21:30 Halldór Karl Þórsson var hæst ánægður með leik kvöldsins Vísir/Fjölnir Karfa Fjölnir unnu mikilvægan sigur á Haukum í kvöld. Leikurinn endaði 73 - 65 og geta nú Fjölnir átt sæta skipti við Hauka sem eru í þriðja sæti ef allt fer að óskum. Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis var himinlifandi með frammistöðuna sem stelpurnar hans sýndu í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Eftir þennan sigur horfum við hýrum augum á þriðja sætið í töflunni sem er orðið góður möguleiki eftir leik kvöldsins. Það er frábært að við séum búnar að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni sem var stóra markmiðið á tímabilinu," sagði Halldór Karl. Haukar áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem þær unnu með 13 stigum og voru gestirnir 5 stigum yfir þegar liðin héldu til hálfleiks. „Í þessum kafla spiluðu Haukarnir frábæra vörn á okkur og ýttu okkur úr aðgerðunum sem við vildum fara í, það var jákvætt að vörnin okkar stóð líka vaktina," sagði Halldór sem var ánægður með að Haukarnir skoruðu bara 34 stig í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var í algeri eign Fjölnis og varð það til þess að liðið vann þennan leik. „Við fengum gott framlag frá öllu liðinu í kvöld bæði byrjunarliðinu og bekknum sem varð til þess að við unnum leikinn." Ariel Hearn var frábær í liði Fjölnis í kvöld hún gerði 23 stig í kvöld og var þjálfari hennar gríðalega sáttur með hennar spilamennsku. „Hún er ótrúlegur karakter, hún var ósátt með spilamennsku sína í fyrri hálfleik og fór í smá hugleiðslu fyrir seinni hálfleikinn sem skilaði góðu verki. Allir í klúbbnum njóta góðs af því að hafa hana hérna, hún gefur mikið af sér til yngri flokkana og líta allir mjög upp til hennar bæði karla og kvenna," sagði Halldór að lokum. Fjölnir Dominos-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Halldór Karl Þórsson þjálfari Fjölnis var himinlifandi með frammistöðuna sem stelpurnar hans sýndu í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Eftir þennan sigur horfum við hýrum augum á þriðja sætið í töflunni sem er orðið góður möguleiki eftir leik kvöldsins. Það er frábært að við séum búnar að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni sem var stóra markmiðið á tímabilinu," sagði Halldór Karl. Haukar áttu góðan kafla í fyrri hálfleik sem þær unnu með 13 stigum og voru gestirnir 5 stigum yfir þegar liðin héldu til hálfleiks. „Í þessum kafla spiluðu Haukarnir frábæra vörn á okkur og ýttu okkur úr aðgerðunum sem við vildum fara í, það var jákvætt að vörnin okkar stóð líka vaktina," sagði Halldór sem var ánægður með að Haukarnir skoruðu bara 34 stig í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var í algeri eign Fjölnis og varð það til þess að liðið vann þennan leik. „Við fengum gott framlag frá öllu liðinu í kvöld bæði byrjunarliðinu og bekknum sem varð til þess að við unnum leikinn." Ariel Hearn var frábær í liði Fjölnis í kvöld hún gerði 23 stig í kvöld og var þjálfari hennar gríðalega sáttur með hennar spilamennsku. „Hún er ótrúlegur karakter, hún var ósátt með spilamennsku sína í fyrri hálfleik og fór í smá hugleiðslu fyrir seinni hálfleikinn sem skilaði góðu verki. Allir í klúbbnum njóta góðs af því að hafa hana hérna, hún gefur mikið af sér til yngri flokkana og líta allir mjög upp til hennar bæði karla og kvenna," sagði Halldór að lokum.
Fjölnir Dominos-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira