Buffon er orðinn 43 ára en eftir endurkomuna til Juventus eftir eitt ár í Frakklandi eru allar líkur á því að Buffon þurfi að finna sér nýtt lið í sumar.
Hann ætlar hins vegar ekki að hætta og nú segir ítalski miðillinn Tuttosport að fimm lið séu á höttunum eftir starfskröftum hans.
Olympiakos í Grikklandi, sem Ögmundur Kristinsson, er á mála hjá er sagt vera eitt af liðunum sem er á höttunum eftir Buffon.
Sporting Lissabon, Galatasaray, Frankfurt og Dynamo Kiev eru einnig sögð vilja fá Buffon sem hefur leikið 683 leiki fyrir Juventus.
Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í ítalska bikarnum en þar eru Juventus komnir í úrslit.
Þeir mæta Atalanta þann 19. maí og verður það líklega síðasti leikur Buffon fyrir félagið.
#Juventus goalkeeper Gianluigi Buffon’s future will be decided after the season and there are reportedly five possible destinations for the veteran. https://t.co/PUGwQgWKy4#SerieA #Bianconeri #SerieATIM #SportingCP #OlympiacosFC #DynamoKiev #Galatasaray #SGE #Buffon pic.twitter.com/nKCMjV7RYS
— footballitalia (@footballitalia) April 27, 2021