Meina bólusettum kennurum að hitta nemendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 22:58 David og Leila Centner. Romain Maurice/Getty Images Stjórn skóla nokkurs í Miami í Bandaríkjunum hefur hvatt starfsfólk sitt til að láta ekki bólusetja sig gegn Covid-19 og bannar bólusettum kennurum að vera í samskiptum við nemendur. Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu segir að stjórn Centner Academy-skólans hafi vísað til stoðlausra staðhæfinga um að óbólusettir einstaklingar yrðu fyrir „neikvæðum áhrifum“ þegar þeir væru í samskiptum við bólusett fólk, án þess að færa fyrir því haldbærar sannanir. Leila Centner, einn stofnenda skólans, tilkynnti foreldrum um þetta í gær og sagði einnig að það væri stefna skólans að reyna að komast hjá því að hafa fólk í vinnu sem þegið hefði bólusetningu. Í síðustu viku var sent bréf á starfsmenn skólans þar sem brýnt var fyrir þeim að tilkynna stjórn skólans ef þeir hefðu fengið bólusetningu. „Við getum ekki leyft fólki sem nýlega hefur verið bólusett að vera nálægt nemendum okkar fyrr en frekari upplýsingar fást,“ sagði í bréfinu frá Centner til starfsmanna. Í bréfinu hélt hún því meðal annars fram að þrjár konur sem starfa við skólann hafi verið í samskiptum við bólusettan einstakling og það hafi haft áhrif á tíðahring þeirra. Leila Centner og eiginmaður hennar, David Centner, eru sjálfskipaðir „talsmenn heilsufrelsis,“ og hafa veitt foreldrum barna við skólann ráðgjöf um hvernig sé best að sækja um undanþágu frá grímuskyldu. Breska ríkisútvarpið hefur þá eftir fulltrúa Leilu Centner, sem svaraði fjölmiðlum vegna málsins, að skólinn teldi ekki að bóluefni væru algerlega örugg þar til annað kæmi í ljós. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað mælt með því að fólk láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Það hafa samsvarandi stofnanir víða um heim einnig gert. Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu segir að stjórn Centner Academy-skólans hafi vísað til stoðlausra staðhæfinga um að óbólusettir einstaklingar yrðu fyrir „neikvæðum áhrifum“ þegar þeir væru í samskiptum við bólusett fólk, án þess að færa fyrir því haldbærar sannanir. Leila Centner, einn stofnenda skólans, tilkynnti foreldrum um þetta í gær og sagði einnig að það væri stefna skólans að reyna að komast hjá því að hafa fólk í vinnu sem þegið hefði bólusetningu. Í síðustu viku var sent bréf á starfsmenn skólans þar sem brýnt var fyrir þeim að tilkynna stjórn skólans ef þeir hefðu fengið bólusetningu. „Við getum ekki leyft fólki sem nýlega hefur verið bólusett að vera nálægt nemendum okkar fyrr en frekari upplýsingar fást,“ sagði í bréfinu frá Centner til starfsmanna. Í bréfinu hélt hún því meðal annars fram að þrjár konur sem starfa við skólann hafi verið í samskiptum við bólusettan einstakling og það hafi haft áhrif á tíðahring þeirra. Leila Centner og eiginmaður hennar, David Centner, eru sjálfskipaðir „talsmenn heilsufrelsis,“ og hafa veitt foreldrum barna við skólann ráðgjöf um hvernig sé best að sækja um undanþágu frá grímuskyldu. Breska ríkisútvarpið hefur þá eftir fulltrúa Leilu Centner, sem svaraði fjölmiðlum vegna málsins, að skólinn teldi ekki að bóluefni væru algerlega örugg þar til annað kæmi í ljós. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa ítrekað mælt með því að fólk láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Það hafa samsvarandi stofnanir víða um heim einnig gert.
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira