Ef vel gengur getur lífið breyst nokkuð hratt og kannaði YouTube-notandinn Calfreezy það.
Hann ræddi við nokkrar YouTube-stjörnur með tveggja ára millibili. Fyrra viðtalið var tekið árið 2019 og seinna á þessu ári.
Fylgjendunum hafði fjölgað mikið og lífið tekið miklum breytingum í kjölfarið. Upphaflega ætlaði hann að taka viðtal við umrædda einstaklinga með árs millibili en vegna kórónuveirufaraldsins varð að líða tvö ár á milli.
Rætt var við bresku YouTube-stjörnurnar Miniminter, Emily Canham, Viddal Riley og Randolph. Fjórmenningarnir fengu nákvæmlega sömu spurningar tveimur árum seinna.
Hér að neðan má sjá þau fara yfir síðustu tvö ár.