„Vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:31 Bjarni Benediktsson ræddi ástríðuna fyrir stjórnmálum, hvernig fótbolti mótaði hann, óumflýjanlega erfiðleika sem fylgja lífinu og margt fleira í nýju viðtali. 24/7 „Lífið er erfitt og ég nota þetta oft á börnin mín að það sé of mikið að gera í skólanum eða prófið hafi verið ósanngjarnt eða hvað sem það kann að vera,“ segir Bjarni Ben er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. „Öll þessi dags daglegu vandamál sem fólk er að fást við, það nennir ekki að búa um rúmið sitt áður en það fer út úr húsi og allt sé yfirþyrmandi, þá er oft ágætt að bakka niður í þennan ótrúlega einfalda sannleika; hver var búinn að lofa því að þetta yrði rosalega auðvelt? Þeir sem eru stanslaust að biðja um að þetta verði auðvelt og nenna ekki að hafa fyrir hlutunum og vilja ekki sætta sig við að það að koma yfir sig þaki, byggja upp fjölskyldu, sjá um börnin sín, mæta í vinnunni og sinna verkefnum þar og fara með tilfinninguna að þú hafir ekki skilið ekki allt í óreiðu í vinnunni. Þetta er bara erfitt og það er bara allt í lagi. Bara sætta sig við það að það er svolítið flókið að vera til og það væri líklega ekki gaman af því ef það væri auðvelt. Það er mjög vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi.“ Bjarni er nýjasti viðmælandi Begga Ólafs í hlaðvarpsþættinum 24/7. Í hlaðvarpinu talar Bjarni um að það hafi verið áfall þegar fótboltanum var kippt frá honum þegar hann var einungis 24 ára gamall. „Það breyttist ótrúlega margt hjá mér. Það var ákveðið áfall sem ég gerði aldrei almennilega upp með sjálfum mér. Það opnuðust nýjar dyr og maður hljóp í aðra átt. Löngu löngu seinna þegar ég horfði til baka þá hugsaði ég með mér; heyrðu, það er ekki eins og ég sé með sáttur með að ég hafi verið tekinn út úr því sem ég hafði verið að sinna síðan ég var sex ára. Lífið mitt voru íþróttir allan daginn allt árið. Allt í einu upplifði ég eitthvað móment sem ég hugsa með mér; hrikalega er ég svekktur yfir þessu. Það voru tekin af mér átta eða tíu ár í að vera hraustur og öflugur íþróttamaður. Þetta var vendipunktur í lífinu mínu sem var súr og hafði mikil áhrif.“ Áður hafði hann kannski óskapast yfir of mörgum æfingum á viku en eftir að hann missti þær, áttaði hann sig á því hvað hann saknaði þeirra mikið. Talið barst meðal annars að ráðherrastarfinu, en Bjarni segir að hann sinni því ekki fyrir sex tíma löngu fundina sem hann þarf stundum að sitja. „Hvað heldurðu að fólk hafi oft komið á máli við mig og sagt, Bjarni hvernig nennir þú þessu? Þetta hlýtur að vera alveg ofboðslega leiðinlegt, allt þetta rifrildi, neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og löngu fundir og sitja í þinginu og þú veist ekki hvenær þú ferð heim til þín. Hvernig nennir þú þessu? Svarið er, það út af útkomunni. Það sem þetta skilur eftir sig þegar upp er staðið. Þú verður að hafa þolinmæði og þrautseigju til þess að fara í gegnum það sem það kostar. Hvernig nennir þú að fara upp þessa brekku? Því það er svo gaman að standa á tindinum og uppskera útsýnið.“ Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Bjarni um ástríðuna fyrir stjórnmálum, hvernig fótbolti mótaði hann, óumflýjanlega erfiðleika sem fylgja lífinu og margt fleira. Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Youtube, á Spotify, og helstu hlaðvarpsveitum undir nafninu 24/7 Beggi Ólafs. Alþingi 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
„Öll þessi dags daglegu vandamál sem fólk er að fást við, það nennir ekki að búa um rúmið sitt áður en það fer út úr húsi og allt sé yfirþyrmandi, þá er oft ágætt að bakka niður í þennan ótrúlega einfalda sannleika; hver var búinn að lofa því að þetta yrði rosalega auðvelt? Þeir sem eru stanslaust að biðja um að þetta verði auðvelt og nenna ekki að hafa fyrir hlutunum og vilja ekki sætta sig við að það að koma yfir sig þaki, byggja upp fjölskyldu, sjá um börnin sín, mæta í vinnunni og sinna verkefnum þar og fara með tilfinninguna að þú hafir ekki skilið ekki allt í óreiðu í vinnunni. Þetta er bara erfitt og það er bara allt í lagi. Bara sætta sig við það að það er svolítið flókið að vera til og það væri líklega ekki gaman af því ef það væri auðvelt. Það er mjög vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi.“ Bjarni er nýjasti viðmælandi Begga Ólafs í hlaðvarpsþættinum 24/7. Í hlaðvarpinu talar Bjarni um að það hafi verið áfall þegar fótboltanum var kippt frá honum þegar hann var einungis 24 ára gamall. „Það breyttist ótrúlega margt hjá mér. Það var ákveðið áfall sem ég gerði aldrei almennilega upp með sjálfum mér. Það opnuðust nýjar dyr og maður hljóp í aðra átt. Löngu löngu seinna þegar ég horfði til baka þá hugsaði ég með mér; heyrðu, það er ekki eins og ég sé með sáttur með að ég hafi verið tekinn út úr því sem ég hafði verið að sinna síðan ég var sex ára. Lífið mitt voru íþróttir allan daginn allt árið. Allt í einu upplifði ég eitthvað móment sem ég hugsa með mér; hrikalega er ég svekktur yfir þessu. Það voru tekin af mér átta eða tíu ár í að vera hraustur og öflugur íþróttamaður. Þetta var vendipunktur í lífinu mínu sem var súr og hafði mikil áhrif.“ Áður hafði hann kannski óskapast yfir of mörgum æfingum á viku en eftir að hann missti þær, áttaði hann sig á því hvað hann saknaði þeirra mikið. Talið barst meðal annars að ráðherrastarfinu, en Bjarni segir að hann sinni því ekki fyrir sex tíma löngu fundina sem hann þarf stundum að sitja. „Hvað heldurðu að fólk hafi oft komið á máli við mig og sagt, Bjarni hvernig nennir þú þessu? Þetta hlýtur að vera alveg ofboðslega leiðinlegt, allt þetta rifrildi, neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og löngu fundir og sitja í þinginu og þú veist ekki hvenær þú ferð heim til þín. Hvernig nennir þú þessu? Svarið er, það út af útkomunni. Það sem þetta skilur eftir sig þegar upp er staðið. Þú verður að hafa þolinmæði og þrautseigju til þess að fara í gegnum það sem það kostar. Hvernig nennir þú að fara upp þessa brekku? Því það er svo gaman að standa á tindinum og uppskera útsýnið.“ Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Bjarni um ástríðuna fyrir stjórnmálum, hvernig fótbolti mótaði hann, óumflýjanlega erfiðleika sem fylgja lífinu og margt fleira. Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Youtube, á Spotify, og helstu hlaðvarpsveitum undir nafninu 24/7 Beggi Ólafs.
Alþingi 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00