Íslandsmótið í skák: Moðreykur apaheilans felldi geithafurinn Björn Þorfinnsson skrifar 26. apríl 2021 13:46 Pistilhöfundur bar óvæntan sigur úr býtum gegn Jóhanni Hjartarsyni skákmeistara. Skáksamband íslands Þegar maður leitar á Google eftir orðinu „apaheili“ þá blasir við mynd af undirrituðum í einhverskonar danshreyfingu við skákborðið. Þetta benti gamall skólafélagi mér á fyrir nokkrum árum sem væntanlega er einlægur aðdáandi anatómíu prímata. Einhverra hluta vegna varð mér hugsað til þessarar staðreyndar í fjórðu umferð Íslandsmótsins í skák þegar vænlegasta staða sem ég hef fengið upp gegn stórmeistaranum Jóhanni Hjartarsyni molnaði niður í nokkrum leikjum. „Google veit sannleikann,“ hugsaði ég. Eins og vanalega þegar tap blasir við þá fer ég í þann ham að reyna að þyrla upp moðreyk og búa til óþægindi. Mögulega er það eini þáttur skákarinnar sem ég er virkilega góður í. Í tímahraki gerðist svo hið ómögulega. Jóhann fann ekki öruggustu vinningsleiðirnar og endaði loks í stöðu sem var vissulega ennþá gjörunnin en afar óþægileg. Nokkrum ónákvæmum leikjum síðar hafði staðan snúist við og ég vann skákina að lokum. Vignir Vatnar og Sigurbjörn heilsast við upphaf skákar. Vignir skaust upp á topp við sigurinn en Sigurbjörn vermir neðsta sætið.Skáksamband íslands Þetta er í fyrsta skipti sem ég næ punkti gegn Jóhanni Hjartarsyni í kappskák. Þar sem ég verð mögulega aldrei nógu góður til að vinna hann með sannfærandi hætti þá tek ég grís sem þessum fegins hendi. Óumdeildur geithafur Nú um stundir er er vinsælt að tala um hver sé geitin í tilteknum íþróttum. Er það tilvísun í amerískan íþróttafrasa – Greatest Of All Time – sem er iðulega skammstafað GOAT. Jóhann Hjartarson er geithafur íslenskrar skáklistar, svo mikið er víst. Hann var einn af allra bestu skákmönnum heims á níunda áratugi síðustu aldar og flestir sem hafa aldur til muna eftir epísku einvígi hans við Viktor Korchnoi, einum af risum skáksögunnar, í 16 manna úrslitum heimsmeistarakeppninar árið 1988. Þar hafði Jóhann sigur á Korchnoi sem að ávann sér sæti á topp tíu lista yfir óvini Íslands fyrir truntulega framkomu í einvíginu. Þá sérstaklega fyrir að púa vindlareyk framan í Jóhann í gríð og erg. Ég og Bragi bróðir vorum að byrja að fá áhuga á skák á þessum árum og fylgdumst við spenntir með beinum útsendingum af einvíginu sem að hafði mikil áhrif á okkur. Að sjálfsögðu hötuðum við Korchnoi innilega. Jóhann hætti síðan alfarið að tefla á tíunda áratuginum og sneri sér að lögmennsku. Þar hefur hann einnig átt farsælan feril, ekki síst sem náinn samstarfsmaður Kára Stefánssonar hjá Decode. Bragi Þorfinnsson og Hannes Hlífar gerðu jafntefli í gær.Skáksamband íslands Korchnoi fékk ekki kalda kók Árið 2006 var haldið Ólympíumót í skák í Tórínó-borg á Ítalíu og fékk ég það hlutverk að vera liðsstjóri liðsins. Þá gerðust þau undur og stórmerki að Jóhann og Helgi Ólafsson ákváðu að gefa kost á sér eftir langt hlé frá slíkum mótum. Í tilviki Jóhanns snerist það ekki síst um að hann er einlægur aðdáandi Ítalíu og ítalskrar menningar og ég kynti að sjálfsögðu undir þeim væntingum. Ítalirnir myndu eflaust gera þetta fantavel og bjóða upp á parmesanhjúpaða paradís. Um leið og við mættum á mótsstað var ljóst að parmesanhjúpurinn hefði brunnið við. Gist var í lokuðu Ólympíuþorpi sem var reist fyrir Vetrarólympíuleikana sama ár og fengum við úthlutað nokkrum íbúðum sem voru alveg tómar fyrir utan eitt rúm og einn stól á mann og lítið borð. Enginn ísskápur, engin eldunaraðstaða né neitt. Þá var maturinn afar ómerkilegur sem að hlýtur að vera einskonar dauðasynd þar ytra. Jóhann kvartaði þó ekki enda hafði hann allt að því doktorsgráðu í skítapleisum eftir að hafa flakkað um Austur-Evrópu við taflmennsku á árum áður. Mér þótti þetta hins vegar svo leiðinlegt að ég ákvað strax fyrsta daginn að reyna að gera okkur lífið bærilegra með því að redda okkur ísskáp. Ég tók því leigubíl að einhverjum raftækjamarkaði, lét hann bíða á meðan ég þaut inn og fjárfesti í hálfum ísskáp sem ég tróð svo inn í bílinn. Svo var mér hent út fyrir framan hliðið að þorpinu. Guðmundur Kjartansson á titil að verja en hann varð Íslandsmeistari í þriðja sinn í fyrra. Hann hafði betur gegn Hjörvari Steini í risaslag umferðar gærdagsins.Skáksamband íslands Að sjálfsögðu höfðum við fengið íbúðir innst í þorpinu og því var talsverð ganga framundan. Ég vippaði því ísskápnum í fangið á mér og hélt af stað. Gríðarleg óánægja var meðal allra mótsgesta varðandi íbúðirnar og sérstaklega ísskápaleysið. Óhætt er því að segja að lausnamiðaður ís(skápa)björn, hættulegasta rándýr norðurhvels, hafi vakið nokkra athygli þar sem hann kjagaði löturhægt í gegnum þorpið með ísskáp í fanginu og þurfti að taka sér pásur á nokkra mínútna fresti. Það vakti síðan sérstaka ánægju mína að á miðri leiðinni rakst á ég sjálfan Viktor Korchnoi. Hann var að rífast í einhverjum fulltrúa mótshaldara úti á götu en stoppaði síðan undrandi og leit til mín. „Þessi ísskápur er fyrir Hjartarson. Þú færð ekki skítkalda kók úr honum, Viktor,“ hugsaði ég þegar ég rölti framhjá hinum aldna meistara og taldi mig þar með hafa aðeins jafnað um óvininn. Rétt er að geta þess að ég þorði þó ekki að segja neitt enda voru allir skynsamir menn með réttu skíthræddir við Viktor hinn grimma. Óbærilega spenna Íslandsmótsins Staðan í Íslandsmótinu er ævintýralega spennandi. Staðan eftir dag fjögur.Skáksamband Íslands Aðeins munar einum vinningi á efsta sætinu og því áttunda sem er í raun fáheyrt. Jóhann var efstur í mótinu en núna er staðan sú að Bragi bróðir og Vignir Vatnar hafa náð honum. Bragi gerði jafntefli við Hannes Hlífar í æsispennandi skák sem minnstu munaði að hann ynni. Á meðan hafði Vignir Vatnar lánlausan Sigurbjörn Björnsson undir í góðri skák. Þá vann Guðmundur Kjartansson sigur á Hjörvari Steini í risaslag umferðarinnar. Íslandsmótin eru yfirleitt mót Guðmundar eins og dæmin sanna og nú þarf Hjörvar að spýta í lófana ef hann ætlar að landa sínum fyrsta titli. Að lokum náði hinn ungi Alexander Mai sínum fyrsta punkti gegn Helga Áss Grétarssyni. Eflaust mjög ánægjulegt fyrir Alexander sem er að ganga í gegnum sannkallaða eldskírn í þessu móti. Það er ótrúlega góð reynsla að slást með þessum hætti við öfluga andstæðinga í hverri umferð og nokkuð ljóst að sama hvernig fer þetta verður þetta grundvöllurinn að næsta framfarastökki Alexanders. Viðureignir 5.umferðar sem hefst kl. 15.00 í dag: Helgi Áss – Jóhann Hjartarson Hjörvar Steinn – Bragi Þorfinnsson Hannes Hlífar – Vignir Vatnar Björn Þorfinnsson – Guðmundur Kjartansson Sigurbjörn Björnsson – Alexander Mai Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum á Skák.is. Skák Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Þetta benti gamall skólafélagi mér á fyrir nokkrum árum sem væntanlega er einlægur aðdáandi anatómíu prímata. Einhverra hluta vegna varð mér hugsað til þessarar staðreyndar í fjórðu umferð Íslandsmótsins í skák þegar vænlegasta staða sem ég hef fengið upp gegn stórmeistaranum Jóhanni Hjartarsyni molnaði niður í nokkrum leikjum. „Google veit sannleikann,“ hugsaði ég. Eins og vanalega þegar tap blasir við þá fer ég í þann ham að reyna að þyrla upp moðreyk og búa til óþægindi. Mögulega er það eini þáttur skákarinnar sem ég er virkilega góður í. Í tímahraki gerðist svo hið ómögulega. Jóhann fann ekki öruggustu vinningsleiðirnar og endaði loks í stöðu sem var vissulega ennþá gjörunnin en afar óþægileg. Nokkrum ónákvæmum leikjum síðar hafði staðan snúist við og ég vann skákina að lokum. Vignir Vatnar og Sigurbjörn heilsast við upphaf skákar. Vignir skaust upp á topp við sigurinn en Sigurbjörn vermir neðsta sætið.Skáksamband íslands Þetta er í fyrsta skipti sem ég næ punkti gegn Jóhanni Hjartarsyni í kappskák. Þar sem ég verð mögulega aldrei nógu góður til að vinna hann með sannfærandi hætti þá tek ég grís sem þessum fegins hendi. Óumdeildur geithafur Nú um stundir er er vinsælt að tala um hver sé geitin í tilteknum íþróttum. Er það tilvísun í amerískan íþróttafrasa – Greatest Of All Time – sem er iðulega skammstafað GOAT. Jóhann Hjartarson er geithafur íslenskrar skáklistar, svo mikið er víst. Hann var einn af allra bestu skákmönnum heims á níunda áratugi síðustu aldar og flestir sem hafa aldur til muna eftir epísku einvígi hans við Viktor Korchnoi, einum af risum skáksögunnar, í 16 manna úrslitum heimsmeistarakeppninar árið 1988. Þar hafði Jóhann sigur á Korchnoi sem að ávann sér sæti á topp tíu lista yfir óvini Íslands fyrir truntulega framkomu í einvíginu. Þá sérstaklega fyrir að púa vindlareyk framan í Jóhann í gríð og erg. Ég og Bragi bróðir vorum að byrja að fá áhuga á skák á þessum árum og fylgdumst við spenntir með beinum útsendingum af einvíginu sem að hafði mikil áhrif á okkur. Að sjálfsögðu hötuðum við Korchnoi innilega. Jóhann hætti síðan alfarið að tefla á tíunda áratuginum og sneri sér að lögmennsku. Þar hefur hann einnig átt farsælan feril, ekki síst sem náinn samstarfsmaður Kára Stefánssonar hjá Decode. Bragi Þorfinnsson og Hannes Hlífar gerðu jafntefli í gær.Skáksamband íslands Korchnoi fékk ekki kalda kók Árið 2006 var haldið Ólympíumót í skák í Tórínó-borg á Ítalíu og fékk ég það hlutverk að vera liðsstjóri liðsins. Þá gerðust þau undur og stórmerki að Jóhann og Helgi Ólafsson ákváðu að gefa kost á sér eftir langt hlé frá slíkum mótum. Í tilviki Jóhanns snerist það ekki síst um að hann er einlægur aðdáandi Ítalíu og ítalskrar menningar og ég kynti að sjálfsögðu undir þeim væntingum. Ítalirnir myndu eflaust gera þetta fantavel og bjóða upp á parmesanhjúpaða paradís. Um leið og við mættum á mótsstað var ljóst að parmesanhjúpurinn hefði brunnið við. Gist var í lokuðu Ólympíuþorpi sem var reist fyrir Vetrarólympíuleikana sama ár og fengum við úthlutað nokkrum íbúðum sem voru alveg tómar fyrir utan eitt rúm og einn stól á mann og lítið borð. Enginn ísskápur, engin eldunaraðstaða né neitt. Þá var maturinn afar ómerkilegur sem að hlýtur að vera einskonar dauðasynd þar ytra. Jóhann kvartaði þó ekki enda hafði hann allt að því doktorsgráðu í skítapleisum eftir að hafa flakkað um Austur-Evrópu við taflmennsku á árum áður. Mér þótti þetta hins vegar svo leiðinlegt að ég ákvað strax fyrsta daginn að reyna að gera okkur lífið bærilegra með því að redda okkur ísskáp. Ég tók því leigubíl að einhverjum raftækjamarkaði, lét hann bíða á meðan ég þaut inn og fjárfesti í hálfum ísskáp sem ég tróð svo inn í bílinn. Svo var mér hent út fyrir framan hliðið að þorpinu. Guðmundur Kjartansson á titil að verja en hann varð Íslandsmeistari í þriðja sinn í fyrra. Hann hafði betur gegn Hjörvari Steini í risaslag umferðar gærdagsins.Skáksamband íslands Að sjálfsögðu höfðum við fengið íbúðir innst í þorpinu og því var talsverð ganga framundan. Ég vippaði því ísskápnum í fangið á mér og hélt af stað. Gríðarleg óánægja var meðal allra mótsgesta varðandi íbúðirnar og sérstaklega ísskápaleysið. Óhætt er því að segja að lausnamiðaður ís(skápa)björn, hættulegasta rándýr norðurhvels, hafi vakið nokkra athygli þar sem hann kjagaði löturhægt í gegnum þorpið með ísskáp í fanginu og þurfti að taka sér pásur á nokkra mínútna fresti. Það vakti síðan sérstaka ánægju mína að á miðri leiðinni rakst á ég sjálfan Viktor Korchnoi. Hann var að rífast í einhverjum fulltrúa mótshaldara úti á götu en stoppaði síðan undrandi og leit til mín. „Þessi ísskápur er fyrir Hjartarson. Þú færð ekki skítkalda kók úr honum, Viktor,“ hugsaði ég þegar ég rölti framhjá hinum aldna meistara og taldi mig þar með hafa aðeins jafnað um óvininn. Rétt er að geta þess að ég þorði þó ekki að segja neitt enda voru allir skynsamir menn með réttu skíthræddir við Viktor hinn grimma. Óbærilega spenna Íslandsmótsins Staðan í Íslandsmótinu er ævintýralega spennandi. Staðan eftir dag fjögur.Skáksamband Íslands Aðeins munar einum vinningi á efsta sætinu og því áttunda sem er í raun fáheyrt. Jóhann var efstur í mótinu en núna er staðan sú að Bragi bróðir og Vignir Vatnar hafa náð honum. Bragi gerði jafntefli við Hannes Hlífar í æsispennandi skák sem minnstu munaði að hann ynni. Á meðan hafði Vignir Vatnar lánlausan Sigurbjörn Björnsson undir í góðri skák. Þá vann Guðmundur Kjartansson sigur á Hjörvari Steini í risaslag umferðarinnar. Íslandsmótin eru yfirleitt mót Guðmundar eins og dæmin sanna og nú þarf Hjörvar að spýta í lófana ef hann ætlar að landa sínum fyrsta titli. Að lokum náði hinn ungi Alexander Mai sínum fyrsta punkti gegn Helga Áss Grétarssyni. Eflaust mjög ánægjulegt fyrir Alexander sem er að ganga í gegnum sannkallaða eldskírn í þessu móti. Það er ótrúlega góð reynsla að slást með þessum hætti við öfluga andstæðinga í hverri umferð og nokkuð ljóst að sama hvernig fer þetta verður þetta grundvöllurinn að næsta framfarastökki Alexanders. Viðureignir 5.umferðar sem hefst kl. 15.00 í dag: Helgi Áss – Jóhann Hjartarson Hjörvar Steinn – Bragi Þorfinnsson Hannes Hlífar – Vignir Vatnar Björn Þorfinnsson – Guðmundur Kjartansson Sigurbjörn Björnsson – Alexander Mai Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum á Skák.is.
Skák Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira