Lífið

Snjallsímar hófu okkur til flugs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir Stofuhiti hefjast í línulegri dagskrá á Stöð 2 í maí.
Þættirnir Stofuhiti hefjast í línulegri dagskrá á Stöð 2 í maí.

Í síðasta þætti Stofuhita fjallar Bergur Ebbi um tilkomu samfélagsmiðla og snjallsíma á árunum í kringum 2007.

„Til að gera sér í hugarlund hversu stórar breytingar við upplifðum fyrir hálfum öðrum áratug, finnst mér árangursríkast að að draga fram dæmi úr fortíðinni,“ segir Bergur Ebbi.

„Í þessu myndbroti er ég að tala um tilkomu flugsins fyrir rúmum hundrað árum síðan og bera það saman við snjallsímana. Því það sem þessar nýjugar eiga sameiginlegt er að þær snúast ekki bara um hin ytri áhrif, heldur fremur um breytinguna sem verður á afstöðu okkar til umhverfisins. Tilkoma flugvélarinnar fyrir 100 árum er fyrst og fremst heimspekilegt stökk fyrir mannkyn, og það sama má segja um snjallsíma og samfélagsmiðla. Við skynjum heiminn öðruvísi, og það er lykillinn að því að skilja þessar breytingar“.

Allir þættir Stofuhita eru nú aðgengilegir á efnisveitu Stöðvar 2, Stöð2+, en sýning í línulegri dagskrá hefst í maí.

Klippa: Snjallsímar hófu okkur til flugs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.