„Vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2021 10:31 Nóg að gera hjá Dóra DNA þessa dagana. Halldór Laxness Halldórsson þekkja flestir sem Dóra DNA. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning