Hné Söru Sigmunds fékk „lokaorð“ frá eiganda sínum rétt fyrir aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var stressuð fyrir aðgerðina eins og má sjá á þessari mynd af henni á skurðarborðinu. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir fór í krossbandsaðgerð á dögunum og sýnir frá þessum mikilvæga degi í nýjasta endurkomumyndbandi sínu. Sara Sigmundsdóttir ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurkomu sinni eins og þeir væru fluga á vegg. Sara sleit krossaband nokkrum dögum áður en tímabilið hófst og verður ekkert með á 2021 tímabilinu. Nýjasta myndbandið fjallar um daginn sem Sara var mest stressuð fyrir eins og hún segir sjálf í kynningunni á því. Það er dagurinn þegar Sara gekkst undir aðgerðina á krossbandinu sem slitnaði á æfingunni afdrifaríku í byrjun mars. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Björnsson var með myndavélina á lofti og fékk að fylgja Söru inn fyrir allar dyr. Þau þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið mikið saman og hún treysti honum til að festa þetta allt saman á mynd. Úr verður mjög fróðleg heimild um leið Söru til baka inn í CrossFit íþróttina. „Það er ekki á hverjum degi sem þú ferð í aðgerð,“ segir Sara í viðtalinu í tengslum við þáttinn um aðgerðina hennar. Rétt fyrr aðgerðina kemur læknirinn inn til Söru og spyr hvort hún sé tilbúin. Til að létta aðeins á spennunni þá spyr hann Söru hvort hún eigi einhver lokaorð fyrir hnéð sitt. Sara tók vel í það og þakkaði hnénu sínu fyrir þjónustuna í gegnum árin en bætti um leið við að þetta hné muni gera enn betur á komandi árum. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) „Viltu segja eitthvað að lokum,“ spyr læknirinn og Sara horfir niður á veika hnéð og segir: „Þú gerðir góða hluti en þú gerir betri hluti eftir þennan dag,“ sagði Sara í léttum tón. Sara auðvitað með jákvæðnina að vopni sem fyrr. „Ég man eftir því að læknirinn sagðist ætla að syngja fyrir mig því hann ætlaði að syngja mig í svefn af því að ég var svo stressuð. Ég var svo dramatísk,“ sagði Sara. „Ég sofnaði náttúrulega strax og fékk því ekki að heyra hans frábæru rödd,“ sagði Sara en það má sjá þáttinn um þennan risastóra dag hennar hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurkomu sinni eins og þeir væru fluga á vegg. Sara sleit krossaband nokkrum dögum áður en tímabilið hófst og verður ekkert með á 2021 tímabilinu. Nýjasta myndbandið fjallar um daginn sem Sara var mest stressuð fyrir eins og hún segir sjálf í kynningunni á því. Það er dagurinn þegar Sara gekkst undir aðgerðina á krossbandinu sem slitnaði á æfingunni afdrifaríku í byrjun mars. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Björnsson var með myndavélina á lofti og fékk að fylgja Söru inn fyrir allar dyr. Þau þekkjast mjög vel eftir að hafa unnið mikið saman og hún treysti honum til að festa þetta allt saman á mynd. Úr verður mjög fróðleg heimild um leið Söru til baka inn í CrossFit íþróttina. „Það er ekki á hverjum degi sem þú ferð í aðgerð,“ segir Sara í viðtalinu í tengslum við þáttinn um aðgerðina hennar. Rétt fyrr aðgerðina kemur læknirinn inn til Söru og spyr hvort hún sé tilbúin. Til að létta aðeins á spennunni þá spyr hann Söru hvort hún eigi einhver lokaorð fyrir hnéð sitt. Sara tók vel í það og þakkaði hnénu sínu fyrir þjónustuna í gegnum árin en bætti um leið við að þetta hné muni gera enn betur á komandi árum. View this post on Instagram A post shared by Bakland Competitive (@baklandmgmt) „Viltu segja eitthvað að lokum,“ spyr læknirinn og Sara horfir niður á veika hnéð og segir: „Þú gerðir góða hluti en þú gerir betri hluti eftir þennan dag,“ sagði Sara í léttum tón. Sara auðvitað með jákvæðnina að vopni sem fyrr. „Ég man eftir því að læknirinn sagðist ætla að syngja fyrir mig því hann ætlaði að syngja mig í svefn af því að ég var svo stressuð. Ég var svo dramatísk,“ sagði Sara. „Ég sofnaði náttúrulega strax og fékk því ekki að heyra hans frábæru rödd,“ sagði Sara en það má sjá þáttinn um þennan risastóra dag hennar hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira