Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. „Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
„Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira