Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. „Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira