Giannis í stuði í stærsta tapi 76ers á leiktíðinni Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 09:31 Antetokounmpo var öflugur í nótt. Aaron Gash/AP Photo Hart er barist á toppi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en Philadelphia 76ers urðu af toppsætinu eftir stórtap fyrir Milwaukee Bucks í nótt. Átta leikir voru á dagskrá. Lið Philadelphiu hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn sem gerði Brooklyn Nets að komast upp fyrir þá á topp Austurdeildarinnar í fyrrinótt. 76ers gátu jafnað Nets á toppnum með sigri á Milwaukee Bucks en þeir síðarnefndu voru í þriðja sætinu, og gátu því stimplað sig rækilega inn í baráttuna um efstu sætin. Það varð raunin þar sem Milwaukee, með Grikkjann Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki, vann öruggan 132-94 heimasigur. Giannis var með 24 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar en Bobby Portis kom sterkur inn af bekknum og var næst stigahæstur í liði Milwaukee. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Philadelphiu með tólf stig og tólf fráköst. @Giannis_An34's 24 PTS, 14 REB, 7 AST in 3 quarters of play helps the @Bucks top PHI at home! #FearTheDeer pic.twitter.com/YUvpyP9UMq— NBA (@NBA) April 24, 2021 Luka Doncic átti að venju fínan leik fyrir Dallas Mavericks er liðið vann 108-93 sigur á Los Angeles Lakers, en Dallas nálgast Lakers-liðið í töflunni með sigrinum. Tapið var það þriðja hjá Lakers í röð en sigur Dallas sá þriðji þeirra í röð. Lakers leiddu lengi vel og náðu mest 17 stiga forskoti. Dallas vann muninn hægt og rólega upp þar sem miðherjinn Dwight Powell steig upp. Mikið opnaðist fyrir Powell við ítrekaða tvöföldun Lakers-varnarinnar á Luka Doncic en Powell var stigahæstur á gólfinu með 25 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta. Doncic var með 18 stig og 13 stoðsendingar, auk átta frákasta. Anthony Davis var að spila sinn annan leik eftir meiðsli með liði Lakers og var stigahæstur þeirra með 17 stig. The @dallasmavs top LAL behind @DwightPowell33's 25 PTS on 11-12 shooting from the field! #MFFL pic.twitter.com/8EhzZYKSnX— NBA (@NBA) April 25, 2021 Vonir New Orleans Pelicans um sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina veiktust í gær eftir naumt tveggja stiga tap, 110-108, fyrir San Antonio Spurs á heimavelli. Spurs hafa unnið 30 leiki líkt og Golden State Warriors, en þau lið verma neðstu tvö umspilssætin í Vesturdeildinni, það níunda og tíunda. New Orleans er sætinu neðar og hefur unnið fjórum leikjum færra. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir San Antonio en hjá Pelicans var Zion Williamson með 33 stig og 14 fráköst. .@DeMar_DeRozan steers SAS in NOLA!32 PTS | 7 REB | 8 AST pic.twitter.com/yyaA2pajyR— NBA (@NBA) April 25, 2021 New York Knicks eru á hvínandi siglingu austan megin en liðið vann sinn níunda sigur í röð, 120-103 sigur Toronto Raptors í Madison Square Garden. Julius Randle var með 31 stig og tíu fráköst fyrir Knicks en liðsfélagi hans RJ Barrett setti 25 stig og tók tólf fráköst. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto, auk þess að gefa ellefu stoðsendingar, en félagi hans OG Anunoby skoraði sömuleiðis 27 stig. D-Rose handles & drops in the floater! @Raptors 83@nyknicks 94Early 4th on ESPN pic.twitter.com/IBBLshE0Mu— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar og helstu tilþrifin New York Knicks 120-103 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 132-94 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 115-109 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 108-110 San Antonio Spurs Miami Heat 106-101 Chicago Bulls Dallas Mavericks 108-93 Los Angeles Lakers Utah Jazz 96-101 Minnesota Timberwolves Denver Nuggets 129-116 Houston Rockets watch on YouTube NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Lið Philadelphiu hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn sem gerði Brooklyn Nets að komast upp fyrir þá á topp Austurdeildarinnar í fyrrinótt. 76ers gátu jafnað Nets á toppnum með sigri á Milwaukee Bucks en þeir síðarnefndu voru í þriðja sætinu, og gátu því stimplað sig rækilega inn í baráttuna um efstu sætin. Það varð raunin þar sem Milwaukee, með Grikkjann Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki, vann öruggan 132-94 heimasigur. Giannis var með 24 stig, 14 fráköst og sjö stoðsendingar en Bobby Portis kom sterkur inn af bekknum og var næst stigahæstur í liði Milwaukee. Dwight Howard var atkvæðamestur í liði Philadelphiu með tólf stig og tólf fráköst. @Giannis_An34's 24 PTS, 14 REB, 7 AST in 3 quarters of play helps the @Bucks top PHI at home! #FearTheDeer pic.twitter.com/YUvpyP9UMq— NBA (@NBA) April 24, 2021 Luka Doncic átti að venju fínan leik fyrir Dallas Mavericks er liðið vann 108-93 sigur á Los Angeles Lakers, en Dallas nálgast Lakers-liðið í töflunni með sigrinum. Tapið var það þriðja hjá Lakers í röð en sigur Dallas sá þriðji þeirra í röð. Lakers leiddu lengi vel og náðu mest 17 stiga forskoti. Dallas vann muninn hægt og rólega upp þar sem miðherjinn Dwight Powell steig upp. Mikið opnaðist fyrir Powell við ítrekaða tvöföldun Lakers-varnarinnar á Luka Doncic en Powell var stigahæstur á gólfinu með 25 stig, þar af 12 í fjórða leikhluta. Doncic var með 18 stig og 13 stoðsendingar, auk átta frákasta. Anthony Davis var að spila sinn annan leik eftir meiðsli með liði Lakers og var stigahæstur þeirra með 17 stig. The @dallasmavs top LAL behind @DwightPowell33's 25 PTS on 11-12 shooting from the field! #MFFL pic.twitter.com/8EhzZYKSnX— NBA (@NBA) April 25, 2021 Vonir New Orleans Pelicans um sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina veiktust í gær eftir naumt tveggja stiga tap, 110-108, fyrir San Antonio Spurs á heimavelli. Spurs hafa unnið 30 leiki líkt og Golden State Warriors, en þau lið verma neðstu tvö umspilssætin í Vesturdeildinni, það níunda og tíunda. New Orleans er sætinu neðar og hefur unnið fjórum leikjum færra. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir San Antonio en hjá Pelicans var Zion Williamson með 33 stig og 14 fráköst. .@DeMar_DeRozan steers SAS in NOLA!32 PTS | 7 REB | 8 AST pic.twitter.com/yyaA2pajyR— NBA (@NBA) April 25, 2021 New York Knicks eru á hvínandi siglingu austan megin en liðið vann sinn níunda sigur í röð, 120-103 sigur Toronto Raptors í Madison Square Garden. Julius Randle var með 31 stig og tíu fráköst fyrir Knicks en liðsfélagi hans RJ Barrett setti 25 stig og tók tólf fráköst. Fred VanVleet skoraði 27 stig fyrir Toronto, auk þess að gefa ellefu stoðsendingar, en félagi hans OG Anunoby skoraði sömuleiðis 27 stig. D-Rose handles & drops in the floater! @Raptors 83@nyknicks 94Early 4th on ESPN pic.twitter.com/IBBLshE0Mu— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar og helstu tilþrifin New York Knicks 120-103 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 132-94 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 115-109 Detroit Pistons New Orleans Pelicans 108-110 San Antonio Spurs Miami Heat 106-101 Chicago Bulls Dallas Mavericks 108-93 Los Angeles Lakers Utah Jazz 96-101 Minnesota Timberwolves Denver Nuggets 129-116 Houston Rockets watch on YouTube
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira