„Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2021 18:35 Ívar Ásgrímsson stýrði Breiðabliki gegn uppeldisfélaginu í dag. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum. Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
„Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie út af á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því af hverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikarnir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum.
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira