„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 13:00 Roman Abramovich sér eftir tilraun til stofnunar ofurdeildar. Getty Images/Chris Brunskill Ltd Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012. Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Chelsea var á meðal ensku liðanna sex, ásamt Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, sem sögðu sig öll frá verkefninu á þriðjudag, aðeins um 48 klukkustundum eftir að áformin voru tilkynnt. Stuðningsmenn Chelsea stóðu að mótmælum fyrir utan Stamford Bridge, heimavöll félagsins, fyrir leik þeirra við Brighton & Hove Albion á þriðjudagskvöldið. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. „Eigandinn og stjórnin gerir sér grein fyrir að aðkoma félagsins að slíkri tillögu sé ákvörðun sem við áttum ekki að taka. Það er ákvörðun sem við hörmum mjög.“ segir í tilkynningu frá stjórn Chelsea. Einnig kom fram að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu hafi verið tekin á þeim grundvelli að liðið vildi ekki hætta á að dragast aftur úr bæði enskum og evrópskum keppinautum sínum. A letter to supporters of Chelsea FC.— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 23, 2021 Chelsea er ekki eina liðið í vandræðum vegna málsins en stuðningsmenn bæði Arsenal og Tottenham stóðu að mótmælum í gærkvöld. Kallað hefur verið eftir afsögn stjórnar beggja félaga. Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003. Hann þurrkaði þá út miklar skuldir félagsins og lét mikið til sín taka á félagsskiptamarkaðnum sem skilaði félaginu enskum meistaratitli strax árið 2005 - 50 árum eftir að eini Englandsmeistaratitill Chelsea fram að þeim tíma vannst. Síðan þá hafa fjórir slíkir titlar unnist til viðbótar, auk fimm enskra bikartitla og Meistaradeildartitils árið 2012.
Ofurdeildin Tengdar fréttir 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01