Ólafur: Við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2021 20:45 Ólafur Ólafsson var niðurlútur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson var ósáttur eftir tap Grindavíkur á heimavelli gegn Njarðvík í kvöld og vildi að sitt lið myndi byrja að láta verkin tala. „Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45