Klopp ekki fengið afsökunarbeiðni frá Henry Valur Páll Eiríksson skrifar 23. apríl 2021 17:00 Klopp segir ekki þörf á því að Henry biðji hann persónulega afsökunar. Getty Images/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá John W. Henry, eiganda félagsins, vegna tilraunar til stofnunnar Ofurdeildarinnar fyrr í vikunni. Klopp segir það óþarft. Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun. Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun.
Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00
„Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00
JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00