Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Stjarnan 100-81 | Flugeldasýning í boði Keflavíkur Andri Már Eggertsson skrifar 23. apríl 2021 22:05 Deane Williams var frábær í kvöld. Vísir/Bára Keflavík vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið kjöldró Stjörnuna. Keflavík bjuggu sér snemma leiks til gott forskot sem þeir slepptu aldrei takinu á og niðurstaðan 100-81 sigur. Keflavík byrjaði leikinn af meiri krafti og komust yfir snemma leiks. Deane Williams var allt í öllu í liði Keflavíkur til að byrja með leiks og gerði hann 10 af fyrstu 18 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. Bæði lið lögðu mikið upp með að komast inn í teig andstæðings og koma þannig boltanum ofan í körfuna sem gekk betur Keflavíkur megin. Keflavík skoraði 16 stig inn í teig Stjörnunnar af fyrstu 22 stigum liðsins. Reggie Dupree trompaði síðan fyrsta leikhlutann með flautu þrist sem fór beint ofan í. Ágúst Orrason byrjaði annan leikhlutann líkt og Reggie lauk honum með þriggja stiga körfu. Það var alveg ljóst að það væri mikið undir í Blue höllinni í kvöld og var úrslitakeppnis bragur á leiknum og fóru Ægir og Milka að kljást sem endaði með að Ægir fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Keflavík hélt áfram að spila sinn frábæra sóknarleik og komust snemma í seinni hálfleik 20 stigum yfir og hleyptu Stjörnunni aldrei inn í leikinn eftir það. Tilþrif leiksins komu í síðustu lotu þegar Deane Williams varði sniðskot Austin Brodeur með báðum höndum og hrifsaði boltann til sín. Keflavík vann leikinn 100-81 og tók risa skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Af hverju vann Keflavík? Sóknarleikur Keflavíkur var til fyrirmyndar. Vörumerki Keflavíkur hefur verið góð vagg og velta sem Stjarnan áttu enginn svör við. Besti kafli Keflavíkur kom undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þann síðari þar sem liðið náði 16-0 kafla og litu aldrei um öxl eftir það. Hverjir stóðu upp úr? Deane Williams var frábær, hann byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði 10 stig af fyrstu 18 stigum sem komu frá Keflavík. Hann endaði leikinn með 26 stig og 14 fráköst. Hörður Axel Villhjálmsson er leiðtogi liðsins og það mátti sjá að tap Keflavíkur í Garðabænum sat í honum. Hörður Axel endaði leikinn með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var það sem fór með leikinn. Þeir réðu engann veginn við vagg og veltu spil Keflavíkur sem lagði gruninn af þeirra leik. Hvað er framundan? Bæði lið eiga leik strax á mánudaginn kemur og fara báðir leikirnir fram klukkan 18:15. Keflavík fer í Seljaskóla og mætir ÍR, á meðan mun Stjarnan etja kappi við Grindavík í Mathús Garðabæjar höllinni. Arnar Guðjónsson: Varnarleikurinn okkar var í molum Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm Arnar sagði fyrir leik að þessi enda sprettur deildarinnar væri undirbúningur fyrir úrslitakeppnina og svör leiksins í kvöld voru einföld, það þarf að bæta varnarleikinn. „Við lentum í brekku með vörnina okkar, þeir fóru illa með okkur í kvöld. Hörður Axel var frábær og því endaði leikurinn með tapi," sagði Arnar þjálfari Stjörnunnar. Arnar fannst Keflavík skilja hans menn eftir undir lok fyrri hálfleiks þar sem þeir áttu góðan kafla. „Þessi kafli hjá Keflavík þar sem þeir loka fyrri hálfleik með 13 stigum í röð og mæta síðan í seinni hálfleik og setja þriggja stiga körfu í andlitið á okkur, þar voru við skildir eftir. " Það er stutt í næsta leik og sagði Arnar að liðið þurfti einfaldlega að skerpa á varnarleiknum það var einfaldlega það sem gekk illa í kvöld. Arnar vonaðist til að það færi að styttast í komu Alexander Lindqvist, hann er ekki með flug eins og staðan er í dag en hann vonaðist til þess að Svíjinn knái muni leika aftur með Stjörnunni á þessu tímabili. Hjalti Þór: Erum á vegferð sem á að klárast í júní Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.vísir/vilhelm „Við mætum klárir til leiks og menn voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan á báðum endum vallarinns. Stjarnan fengu auðveldar körfur til að byrja með leiks en við náðum að skrúfa fyrir það þegar leið á leikinn sem gaf okkur 18 stiga forskot," sagði Hjalti þjálfari Keflavíkur. Deane Williams tók frumkvæði leiksins og gerði 10 stig strax í upphafi leiks sem setti tóninn í liði Keflavíkur. „Þegar Deane er í þessum ham og mætir af miklum krafti, þá er svakalega erfitt að ráða við hann enda er hann mikill íþróttamaður." Hjalti hrósaði þó liðsheildinni og var ánægður með hvernig liðið spilaði sóknarlega þar sem Keflavík er með mörg tromp á hendi og gerði vel í kvöld með að nýta þau spil rétt. „Þessi frábæri kafli okkar undir lok fyrri hálfleiks kom vegna þess við fengum upp góða vörn og skiluðum stigum í leiðinni og fórum því með myndarlegt forskot inn í hálfleikinn." Hjalti sagði að lokum að liðið væri á ákveðni vegferð sem þeir ætluðu að enda á í júní mánuði. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið kjöldró Stjörnuna. Keflavík bjuggu sér snemma leiks til gott forskot sem þeir slepptu aldrei takinu á og niðurstaðan 100-81 sigur. Keflavík byrjaði leikinn af meiri krafti og komust yfir snemma leiks. Deane Williams var allt í öllu í liði Keflavíkur til að byrja með leiks og gerði hann 10 af fyrstu 18 stigum Keflavíkur í fyrsta leikhluta. Bæði lið lögðu mikið upp með að komast inn í teig andstæðings og koma þannig boltanum ofan í körfuna sem gekk betur Keflavíkur megin. Keflavík skoraði 16 stig inn í teig Stjörnunnar af fyrstu 22 stigum liðsins. Reggie Dupree trompaði síðan fyrsta leikhlutann með flautu þrist sem fór beint ofan í. Ágúst Orrason byrjaði annan leikhlutann líkt og Reggie lauk honum með þriggja stiga körfu. Það var alveg ljóst að það væri mikið undir í Blue höllinni í kvöld og var úrslitakeppnis bragur á leiknum og fóru Ægir og Milka að kljást sem endaði með að Ægir fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Keflavík hélt áfram að spila sinn frábæra sóknarleik og komust snemma í seinni hálfleik 20 stigum yfir og hleyptu Stjörnunni aldrei inn í leikinn eftir það. Tilþrif leiksins komu í síðustu lotu þegar Deane Williams varði sniðskot Austin Brodeur með báðum höndum og hrifsaði boltann til sín. Keflavík vann leikinn 100-81 og tók risa skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Af hverju vann Keflavík? Sóknarleikur Keflavíkur var til fyrirmyndar. Vörumerki Keflavíkur hefur verið góð vagg og velta sem Stjarnan áttu enginn svör við. Besti kafli Keflavíkur kom undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þann síðari þar sem liðið náði 16-0 kafla og litu aldrei um öxl eftir það. Hverjir stóðu upp úr? Deane Williams var frábær, hann byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði 10 stig af fyrstu 18 stigum sem komu frá Keflavík. Hann endaði leikinn með 26 stig og 14 fráköst. Hörður Axel Villhjálmsson er leiðtogi liðsins og það mátti sjá að tap Keflavíkur í Garðabænum sat í honum. Hörður Axel endaði leikinn með tvöfalda tvennu þar sem hann gerði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Varnarleikur Stjörnunnar var það sem fór með leikinn. Þeir réðu engann veginn við vagg og veltu spil Keflavíkur sem lagði gruninn af þeirra leik. Hvað er framundan? Bæði lið eiga leik strax á mánudaginn kemur og fara báðir leikirnir fram klukkan 18:15. Keflavík fer í Seljaskóla og mætir ÍR, á meðan mun Stjarnan etja kappi við Grindavík í Mathús Garðabæjar höllinni. Arnar Guðjónsson: Varnarleikurinn okkar var í molum Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm Arnar sagði fyrir leik að þessi enda sprettur deildarinnar væri undirbúningur fyrir úrslitakeppnina og svör leiksins í kvöld voru einföld, það þarf að bæta varnarleikinn. „Við lentum í brekku með vörnina okkar, þeir fóru illa með okkur í kvöld. Hörður Axel var frábær og því endaði leikurinn með tapi," sagði Arnar þjálfari Stjörnunnar. Arnar fannst Keflavík skilja hans menn eftir undir lok fyrri hálfleiks þar sem þeir áttu góðan kafla. „Þessi kafli hjá Keflavík þar sem þeir loka fyrri hálfleik með 13 stigum í röð og mæta síðan í seinni hálfleik og setja þriggja stiga körfu í andlitið á okkur, þar voru við skildir eftir. " Það er stutt í næsta leik og sagði Arnar að liðið þurfti einfaldlega að skerpa á varnarleiknum það var einfaldlega það sem gekk illa í kvöld. Arnar vonaðist til að það færi að styttast í komu Alexander Lindqvist, hann er ekki með flug eins og staðan er í dag en hann vonaðist til þess að Svíjinn knái muni leika aftur með Stjörnunni á þessu tímabili. Hjalti Þór: Erum á vegferð sem á að klárast í júní Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.vísir/vilhelm „Við mætum klárir til leiks og menn voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan á báðum endum vallarinns. Stjarnan fengu auðveldar körfur til að byrja með leiks en við náðum að skrúfa fyrir það þegar leið á leikinn sem gaf okkur 18 stiga forskot," sagði Hjalti þjálfari Keflavíkur. Deane Williams tók frumkvæði leiksins og gerði 10 stig strax í upphafi leiks sem setti tóninn í liði Keflavíkur. „Þegar Deane er í þessum ham og mætir af miklum krafti, þá er svakalega erfitt að ráða við hann enda er hann mikill íþróttamaður." Hjalti hrósaði þó liðsheildinni og var ánægður með hvernig liðið spilaði sóknarlega þar sem Keflavík er með mörg tromp á hendi og gerði vel í kvöld með að nýta þau spil rétt. „Þessi frábæri kafli okkar undir lok fyrri hálfleiks kom vegna þess við fengum upp góða vörn og skiluðum stigum í leiðinni og fórum því með myndarlegt forskot inn í hálfleikinn." Hjalti sagði að lokum að liðið væri á ákveðni vegferð sem þeir ætluðu að enda á í júní mánuði. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti