Anníe Mist ofar en Katrín Tanja: Allt í lagi þótt ég líti ekki út eins og áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir náði níunda besta árangrinum í Evrópu aðeins átta mánuðum eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í „átta manna“ úrslitum heimsleikanna í CrossFit en hún var tveimur sætum á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Björgvin Karl Guðmundsson varð sá fimmti besti í Evrópu. CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr átta manna úrslitunum eftir að hafa farið vel yfir æfingarnar sem íþróttafólkið skilaði inn í gegnum netið. Það vekur athygli að nýja mamman í íslenska CrossFit hópnum var best allra íslensku stelpnanna í þessum hluta. Þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur tryggðu sér sæti í næsta hluta sem er þátttökuréttur í einni af tíu undankeppnum þar sem efstu sætin gefa síðan sæti á heimsleikunum í haust. Ísland á alls sjö fulltrúa af þessum sex hundruð bestu í CrossFit heiminum í dag. Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig svo vel í endurkomu sinni í CrossFit eftir barnsburð að engin af íslensku stelpunum náði að gera betur en hún í „átta manna“ úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Íslensku keppendurnir voru í evrópska hlutanum en alls sextíu efstu í Evrópu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti þannig í evrópska hlutanum þrátt fyrir að vera búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist endaði í níunda sæti í Evrópu en bestum árangri náði hin ungverska Laura Horváth og í næstu sætum voru þær Gabriela Migala frá Póllandi og Kristin Holte frá Noregi. Katrín Tanja varð í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í átjánda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð síðan í 44. sæti og var sú síðasta af íslensku stelpunum sem tryggði sig áfram í næsta hluta. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku strákanna en hann náði fimmta besta árangrinum í Evrópu og er kominn áfram í undanúrslitin ásamt þeim Haraldi Holgerssyni (55. sæti) og Þresti Ólasyni (56. sæti). Anníe Mist gerði upp stöðuna á sér í pistli á Instagram. „Ég lít ekki út eins og áður en það er allt í lagi. Núna er ég passa upp á að endurhlaða orkuna fyrir næstu frammistöðu og líkaminn minn er bara eins og hann er og hann mun fá sinn tíma til að koma til baka. Restin fylgir síðan í kjölfarið,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég er aftur farin að mæla og vigta það sem ég borða til að passa upp að ég borði rétt fyrir æfingarnar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr átta manna úrslitunum eftir að hafa farið vel yfir æfingarnar sem íþróttafólkið skilaði inn í gegnum netið. Það vekur athygli að nýja mamman í íslenska CrossFit hópnum var best allra íslensku stelpnanna í þessum hluta. Þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur tryggðu sér sæti í næsta hluta sem er þátttökuréttur í einni af tíu undankeppnum þar sem efstu sætin gefa síðan sæti á heimsleikunum í haust. Ísland á alls sjö fulltrúa af þessum sex hundruð bestu í CrossFit heiminum í dag. Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig svo vel í endurkomu sinni í CrossFit eftir barnsburð að engin af íslensku stelpunum náði að gera betur en hún í „átta manna“ úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Íslensku keppendurnir voru í evrópska hlutanum en alls sextíu efstu í Evrópu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti þannig í evrópska hlutanum þrátt fyrir að vera búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist endaði í níunda sæti í Evrópu en bestum árangri náði hin ungverska Laura Horváth og í næstu sætum voru þær Gabriela Migala frá Póllandi og Kristin Holte frá Noregi. Katrín Tanja varð í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í átjánda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð síðan í 44. sæti og var sú síðasta af íslensku stelpunum sem tryggði sig áfram í næsta hluta. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku strákanna en hann náði fimmta besta árangrinum í Evrópu og er kominn áfram í undanúrslitin ásamt þeim Haraldi Holgerssyni (55. sæti) og Þresti Ólasyni (56. sæti). Anníe Mist gerði upp stöðuna á sér í pistli á Instagram. „Ég lít ekki út eins og áður en það er allt í lagi. Núna er ég passa upp á að endurhlaða orkuna fyrir næstu frammistöðu og líkaminn minn er bara eins og hann er og hann mun fá sinn tíma til að koma til baka. Restin fylgir síðan í kjölfarið,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég er aftur farin að mæla og vigta það sem ég borða til að passa upp að ég borði rétt fyrir æfingarnar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira