Stálbarnið Andri Fannar Baldursson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2021 07:01 Andri Fannar í leiknum á miðvikudagskvöld. Mario Carlini/Getty Images Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur í liði Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á miðvikudagskvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino. Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira