Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 12:41 Farsóttarhús hafa verið í boði í ýmissi mynd frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ekkert innanlandssmit er rakið til þeirra. Vísir/Sigurjón Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30