Tveir Fylkismenn byrja í banni og bönn taka gildi fyrr Sindri Sverrisson skrifar 21. apríl 2021 14:00 Daði Ólafsson missir af fyrsta leik Fylkis í sumar. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt aðildarfélögum sínum um breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál. Á meðal breytinga má nefna að sektarheimildir aga- og úrskurðarnefndar hafa verið hækkaðar. Sektir vegna atvika sem geta „skaðað ímynd knattspyrnunnar“ geta til að mynda að hámarki numið 200 þúsund krónum nú í stað 100 þúsund króna áður, auk hugsanlega leikbanns eins og áður. Önnur veigamikil breyting er sú að leikbönn vegna gulra spjalda taka nú gildi í hádegi daginn eftir leik, en ekki í hádegi næsta föstudag eins og verið hefur. Leikmenn fá eins leiks bann ef þeir fá 4 áminningar á sama Íslandsmóti, og eins leiks bann við þriðju hverju áminningu eftir það. Hingað til hefur það verið þannig að ef leikmaður fær fjórðu áminningu í leik á sunnudegi hefur hann mátt spila leik á fimmtudegi, og bannið svo tekið gildi á föstudegi. Með nýju breytingunum er komið í veg fyrir þetta. Þrír úr Pepsi Max-deild karla í banni KSÍ hefur gefið út hvaða leikmenn og þjálfarar þurfa að byrja leiktíðina á að taka út leikbann vegna agabrota á síðustu leiktíð. Þrír leikmenn í Pepsi Max-deild karla þurfa að taka út eins leiks bann og eru tveir þeirra úr Fylki. Þetta eru þeir Daði Ólafsson og fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson. Ragnar Bragi fékk beint rautt spjald í næstsíðasta deildarleik Fylkis í fyrra, í 2-1 sigri gegn KR, en Daði fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í 4-1 tapi gegn Breiðabliki í lokaleik Fylkis. Daði og Ragnar Bragi missa því af leik Fylkis gegn FH laugardaginn 1. maí í Árbænum. KR-ingurinn Oddur Ingi Bjarnason þarf einnig að taka út eins leiks bann, eftir rautt spjald í síðasta leik sínum fyrir Grindavík þar sem hann var að láni í fyrra. Afturelding verður án Oskars Wasilewski í fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni og Guðjón Pétur Lýðsson missir af fyrsta leiknum hjá ÍBV. Enginn leikmaður úr Pepsi Max-deild eða Lengjudeild kvenna byrjar leiktíðina í banni. Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Fylkir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Á meðal breytinga má nefna að sektarheimildir aga- og úrskurðarnefndar hafa verið hækkaðar. Sektir vegna atvika sem geta „skaðað ímynd knattspyrnunnar“ geta til að mynda að hámarki numið 200 þúsund krónum nú í stað 100 þúsund króna áður, auk hugsanlega leikbanns eins og áður. Önnur veigamikil breyting er sú að leikbönn vegna gulra spjalda taka nú gildi í hádegi daginn eftir leik, en ekki í hádegi næsta föstudag eins og verið hefur. Leikmenn fá eins leiks bann ef þeir fá 4 áminningar á sama Íslandsmóti, og eins leiks bann við þriðju hverju áminningu eftir það. Hingað til hefur það verið þannig að ef leikmaður fær fjórðu áminningu í leik á sunnudegi hefur hann mátt spila leik á fimmtudegi, og bannið svo tekið gildi á föstudegi. Með nýju breytingunum er komið í veg fyrir þetta. Þrír úr Pepsi Max-deild karla í banni KSÍ hefur gefið út hvaða leikmenn og þjálfarar þurfa að byrja leiktíðina á að taka út leikbann vegna agabrota á síðustu leiktíð. Þrír leikmenn í Pepsi Max-deild karla þurfa að taka út eins leiks bann og eru tveir þeirra úr Fylki. Þetta eru þeir Daði Ólafsson og fyrirliðinn Ragnar Bragi Sveinsson. Ragnar Bragi fékk beint rautt spjald í næstsíðasta deildarleik Fylkis í fyrra, í 2-1 sigri gegn KR, en Daði fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í 4-1 tapi gegn Breiðabliki í lokaleik Fylkis. Daði og Ragnar Bragi missa því af leik Fylkis gegn FH laugardaginn 1. maí í Árbænum. KR-ingurinn Oddur Ingi Bjarnason þarf einnig að taka út eins leiks bann, eftir rautt spjald í síðasta leik sínum fyrir Grindavík þar sem hann var að láni í fyrra. Afturelding verður án Oskars Wasilewski í fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni og Guðjón Pétur Lýðsson missir af fyrsta leiknum hjá ÍBV. Enginn leikmaður úr Pepsi Max-deild eða Lengjudeild kvenna byrjar leiktíðina í banni.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Fylkir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira