Úlfarnir frá Minnesota tileinkuðu fjölskyldu Floyds sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 08:30 Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns fóru mikinn fyrir Minnesota Timberwolves í sigrinum á Sacramento Kings. getty/Daniel Shirey Leikmenn Minnesota Timberwolves tileinkuðu fjölskyldu Georges Floyd sigurinn á Sacramento Kings, 120-134, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Dauði George Floyd Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira