Úlfarnir frá Minnesota tileinkuðu fjölskyldu Floyds sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 08:30 Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns fóru mikinn fyrir Minnesota Timberwolves í sigrinum á Sacramento Kings. getty/Daniel Shirey Leikmenn Minnesota Timberwolves tileinkuðu fjölskyldu Georges Floyd sigurinn á Sacramento Kings, 120-134, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Dauði George Floyd Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn var lögregluþjóninn fyrrverandi Derek Chauvin fundinn sekur um að hafa myrt Floyd í Minneapolis í fyrra. „Fyrir okkur alla snerist þessi leikur um meira en körfubolta,“ sagði Karl-Anthony Towns, leikmaður Minnesota, eftir leikinn í nótt. „Þetta augnablik var ekki fyrir okkur heldur fyrir borgina og fjölskyldu Georges Floyd. Ég held að öll Bandaríkin syrgi með þeim og við sendum þeim okkar bestu kveðjur.“ Towns skoraði 26 stig og tók átján fráköst fyrir Minnesota en nýliðinn Anthony Edwards og Di'Angelo Russell voru stigahæstir í liði Úlfanna með 28 stig hvor. Harrison Barnes og Maurice Harkless skoruðu báðir tuttugu stig fyrir Sacramento. KAT, Ant and D-Lo fuel the @Timberwolves.Towns: 26 PTS, 18 REB, 5 AST, 4 BLKEdwards: 28 PTS, 5 3PMRussell: 28 PTS, 6 3PM pic.twitter.com/C9Gcr84NRp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Þrátt fyrir að vera án bæði Kevins Durant og James Harden sigraði Brooklyn Nets New Orleans Pelicans, 129-134. Kyrie Irving skoraði 32 stig og gaf átta stoðsendingar í liði Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Fimmtán af 32 stigum Irvings komu í 4. leikhluta. Kyrie Irving goes for 32 PTS (15 in 4th), 8 AST and comes up clutch late in the @BrooklynNets win vs. New Orleans. pic.twitter.com/YfqEbCV2lp— NBA (@NBA) April 21, 2021 Zion Williamson skoraði 33 stig fyrir New Orleans og hitti úr fjórtán af nítján skotum sínum. Brandon Ingram skoraði 27 stig. Paul George tryggði Los Angeles Clippers sigur á Portland Trail Blazers, 112-113, með því að setja niður tvö vítaskot þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. 33 PTS, 11 REB and the game-winning free throws for Paul George in the @LAClippers W. pic.twitter.com/9VxCj0uAwK— NBA (@NBA) April 21, 2021 George skoraði 33 stig og tók ellefu fráköst fyrir Clippers sem situr í 3. sæti Vesturdeildarinnar. CJ McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland sem var án Damians Lillard í nótt. Úrslitin í nótt Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sacramento 120-134 Minnesota New Orleans 129-134 Brooklyn Portland 112-113 LA Clippers Atlanta 112-96 Orlando NY Knicks 109-97 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Dauði George Floyd Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum