Fyrsta blikið eru íslenskir raunveruleikaþættir sem fjalla um ástina, leitina að henni og þessa fyrstu stund þegar við hittumst og reynum að finna hvort að töfrar svífi yfir vötnum, þessa stund sem við kjósum að kalla stefnumót. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í haust.
Í þáttunum verður hitt fyrir fólk á öllum aldri sem er í leit að ástinni og ævintýrum og þeim kynnst meðal annars í gegnum skemmtileg og einlæg viðtöl. Í hverjum þætti er fólk svo parað saman á blint rómantískt stefnumót á fallegum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Áhorfendur heima í stofu fá svo að fylgjast með öllu ævintýrinu.

Hvetja alla til að sækja um
Nú er hafin leit að þátttakendum fyrir þessa nýju þætti. Verið er að leita að einhleypum einstaklingum á aldursbilinu tuttugu til hundrað ára sem vilja freista þess að finna ástina í óvenjulegum en jafnframt óvenjulega skemmtilegum aðstæðum.
Ef þú hefur áhuga á þátttöku í Fyrsta blikinu og hefur áhuga á því að láta sjarmann þinn skína á skjánum þá getur þú sótt um með því að fylla út upplýsingarnar hér fyrir neðan.
Fjallað verður um þættina hér á Vísi þegar þeir fara í sýningu á Stöð 2 í haust og fylgst með hvernig pörunum reiðir af. Ásu Ninnu til halds og traust er veitingastjórinn Sveinn Rúnar Einarsson og munu tökur fyrir þættina hefjast í næsta mánuði.
„Við erum mjög spennt og getum ekki beðið eftir því að hitta fólk og sjá hvort að ástin banki ekki hressilega upp á hjá einhverjum.“
