NBA dagsins: Kerr agndofa yfir frammistöðu listamannsins Currys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 15:00 Stephen Curry bauð upp á skotsýningu í Fíladelfíu. getty/Rich Schultz Þrátt fyrir að vera 33 ára og hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Stephen Curry sennilega aldrei spilað betur en upp á síðkastið. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira