Herra Hnetusmjör fylgir hótunum sínum eftir Jakob Bjarnar skrifar 20. apríl 2021 11:33 Herra Hnetusmjör er grjótharður og praktíserar það sem hann predikar. Mótmælt verður næsta sunnudag undir yfirskriftinni: Lokum landamærunum. Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur boðað til mótmæla á Leifsstöð á sunnudaginn og vill loka landamærunum. Hann hefur stofnað til sérstaks viðburðar, eins og það heitir, á Facebook, þar sem boðað er til mótmæla undir yfirskriftinni Lokum landamærunum. Þetta gerði Herra Hnetusmjör nú í morgun. Tónlistarmenn eru að missa þolinmæðina og vilja geta farið að halda tónleika. Herra Hnetusmjör hefur verið þar í fararbroddi eins og Vísir greindi nýverið frá. „Við höfum fengið nóg af því að óábyrgir ferðalangar beri smit inn í landið. Frétt eftir frétt sjáum við aftur og aftur að smit eru rakin til landamærana. Nú síðast eru börn á leikskólaaldri smituð vegna brots á sóttkví. Við höfum trekk í trekk lýst yfir óánægju okkar og stjórnvöld hafa ekki hlustað. Nú sjáum við ekki annað í stöðunni en að mæta á veginn við Keflavíkurflugvöll og hindra umferð inn í landið í nokkrar klukkustundir í mótmælaskyni,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðunni sem stofnuð hefur verið til að halda utan um mótmælaaðgerðir. Þar er tilgreint að mótmælendur muni einungis leggja bílum frá „flugvellinum að hringtorginu svo við hömlum ekki nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa á Suðurnesjum.“ Og Herra Hnetusmjör klykkir út með herópi: „Ég hvet alla sem hafa fengið sig fullsadda til að mæta og jafnframt halda sig inni í bílunum til að gæta að sóttvörnum.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Lokum allt þetta hyski inni“ Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi. 20. apríl 2021 11:11 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Hann hefur stofnað til sérstaks viðburðar, eins og það heitir, á Facebook, þar sem boðað er til mótmæla undir yfirskriftinni Lokum landamærunum. Þetta gerði Herra Hnetusmjör nú í morgun. Tónlistarmenn eru að missa þolinmæðina og vilja geta farið að halda tónleika. Herra Hnetusmjör hefur verið þar í fararbroddi eins og Vísir greindi nýverið frá. „Við höfum fengið nóg af því að óábyrgir ferðalangar beri smit inn í landið. Frétt eftir frétt sjáum við aftur og aftur að smit eru rakin til landamærana. Nú síðast eru börn á leikskólaaldri smituð vegna brots á sóttkví. Við höfum trekk í trekk lýst yfir óánægju okkar og stjórnvöld hafa ekki hlustað. Nú sjáum við ekki annað í stöðunni en að mæta á veginn við Keflavíkurflugvöll og hindra umferð inn í landið í nokkrar klukkustundir í mótmælaskyni,“ segir í yfirlýsingu á Facebooksíðunni sem stofnuð hefur verið til að halda utan um mótmælaaðgerðir. Þar er tilgreint að mótmælendur muni einungis leggja bílum frá „flugvellinum að hringtorginu svo við hömlum ekki nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa á Suðurnesjum.“ Og Herra Hnetusmjör klykkir út með herópi: „Ég hvet alla sem hafa fengið sig fullsadda til að mæta og jafnframt halda sig inni í bílunum til að gæta að sóttvörnum.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Lokum allt þetta hyski inni“ Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi. 20. apríl 2021 11:11 62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Lokum allt þetta hyski inni“ Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi. 20. apríl 2021 11:11
62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 20. apríl 2021 10:07