Curry með ótrúlega skotsýningu í sigri á toppliðinu í austrinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:31 Stephen Curry hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og undanfarnar vikur. getty/Rich Schultz Stephen Curry og Nikola Jokic áttu stórkostlega leiki fyrir lið sín, Golden State Warriors og Denver Nuggets, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met. 49 POINTS, 10 THREES for Curry Most 3s in a 10-game span (72) 11th straight 30+ point game 10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie— NBA (@NBA) April 20, 2021 11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J— NBA (@NBA) April 20, 2021 Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik. Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis. JOKER. TAKES. OVER. 47 points 15 boards 8 assists Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH— NBA (@NBA) April 20, 2021 Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn. Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi. Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF— NBA (@NBA) April 20, 2021 Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 96-107 Golden State Denver 139-137 Memphis Milwaukee 127-128, Phoenix Detroit 109-105 Cleveland Boston 96-102 Chicago Indiana 94-109 San Antonio Miami 113-91 Houston Washington 119-107 Oklahoma LA Lakers 97-111 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira