Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2021 11:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. „Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira
„Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Sjá meira