Lífið

Stjörnulífið: Ís eftir bólusetningu og ljúfa Miami-lífið

Stefán Árni Pálsson skrifar
dgsdh

Nú styttist heldur betur í sumarið og Íslendingar orðnir bjartsýnir með hækkandi sólu. Veiran er reyndar ekki að dansa með og er líklega í vændum annað innanlandssumar.

Sunneva Einars geislaði á sunnudegi.

Dansdrottningin Hanna Rún Bazev er klár í sumarið. „Þegar það eru aðeins nokkrir dagar í sumar daginn fyrsta þá byrjar maður að draga fram sumarkjólana.“

Söngkonurnar Birgitta Haukdal, Bríet Elfar og GDRN flottar saman á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

Björgvin Halldórsson varð sjötugur á dögunum og fagnaði því með stórtónleikum sem var streymt á laugardagskvöldið.  Þar komu börnin að sjálfsögðu fram, Svala og Krummi. 

Rúrik Gíslason heldur áfram að slá í gegn í þýska dansþættinum Let´s Dance og fór hann áfram á föstudagskvöldið. Rúrik er einfaldlega með þeim sigurstranglegri í þáttunum. 

Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir birti mynd þar sem sjá mátti hana í sínu fínasta pússi.

 Leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir leikur sér með lýsinguna. 

Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen og Alvotech, hefur staðið í deilum við Halldór Kristmannsson, fyrrverandi aðstoðarmann sinn. Hann er staddur í Bretlandi, fór í bólusetningu og verðlaunaði sig og barnið með ís.

Áhrifavaldurinn Gæi fór í brunch og í Bláa Lónið um helgina. 

Samfélagsmiðlastjarnan og athafnakonan Tanja Ýr heldur áfram að njóta lífsins á Miami í Bandaríkjunum. 

Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður Íslands og kærasta hans Ásdís Björk eiga von á sínu öðru barni.

 Ragga Nagli fékk Covid-19 á dögunum og lýsir hún degi 2 með veiruna. 

Samfélagsmiðlastjarnan og Crossfit-stjarnan Edda Falak skellti sér á Hótel Reykholt um helgina og naut sín með kærastanum. 

 Tónlistarkonan Þórunn Antonía stóð á höndum um helgina. 

 Poddkastarinn Sölvi Tryggvason skoðaði eldgosið í Geldingadölum. 

Ásdís Rán naut sín á skíðum í Búlgaríu. 

Lína Birgitta fann innri frið.

Albert Eiríksson fylgdist með útför Filippusar prins og bauð upp á pönnukökur.

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fór 25 kílómetra í Fossavatnsgöngunni.

Útvarpsmaðurinn Gulli Helga á Bylgjunni fylgdist einnig með útför Filippusar prins með stæl.

Bubbi Morthens var verðlaunaður sem tónlistarflytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann deildi þessari mynd af sér og Rúnari Júlíussyni heitnum við upptökur á smellinum Mýrdalssandur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.