Flautukarfa hjá Miami, framlengt í New York og Capela með stórleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 22:10 Clint Capela var með tröllatvennu í liði Atlanta Hawks í kvöld. NBA Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks vann New Orleans Pelicans eftir framlengingu [122-112], Atlanta Hawks lagði Indiana Pacers [129-117] og Miami Heat vann Brooklyn Nets þökk sé flautukörfu Bam Adebayo [109-107]. Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira