Eftir markalausan fyrri hálfleik þá fóru Börsungar hreinlega á kostum í þeim síaðri. Antoine Griezmann kom þeim yfir á 60. mínútu eftir sendingu Frenke de Jong. Sá síðarnefndi bætti svo við öðru markinu þremur mínútum síðar eftir sendingu Jordi Alba.
Lionel Messi skoraði svo gull af marki á 68. mínútu eftir magnaða sókn Börsunga þar sem þeir léku upp allan völlinn og Messi fékk á endanum sendingu inn fyrir vörn Bilbao frá De Jong.
This angle of Lionel Messi's goal pic.twitter.com/SFVfTAMKk3
— ESPN FC (@ESPNFC) April 17, 2021
Messi lætur ekki bjóða sér slík færi tvisvar og skoraði þriðja mark leiksins.
Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu, að þessu sinni eftir sendingu Jordi Alba. Griezmann skoraði svo það sem hefði verið fimmta mark Barcelona undir lok leiks en myndbandsdómari leiksins dæmdi það af.
2009
— B/R Football (@brfootball) April 17, 2021
2012
2015
2016
2017
2018
2021
Messi lifts the Copa del Rey for the seventh time pic.twitter.com/iwVWiYIBoP
Lokatölur 4-0 og Barcelona því bikarmeistari í ár.