Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2021 20:04 Steinar og Gréta, sem fluttu úr höfuðborginni í ágúst á síðasta ári og hafa notað tímann síðan til að vinna að endurbótum á endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöðina í Áskoti af miklum myndarskap Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni. Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira