Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2021 14:31 Undanfarið hafa um þriðjungur allra þeirra sem dáið hafa í heiminum á degi hverjum verið frá Brasilíu. AP/Bruna Prado Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. Þetta kemur fram í gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að sérfræðingar telji raunverulegan fjölda látinna vera hærri en vitað sé. Bæði vegna þess að hylmt hafi verið yfir fjölda látinna í einhverjum ríkjum og vegna skorts á greiningu í upphafi faraldursins. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, samkvæmt áðurnefndum gagnagrunni. Þar hafa rúmlega 566 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa tæplega 370 þúsund dáið og í Mexíkó hafa rúmlega 210 þúsund dáið. Covid-19 greindist fyrst í mönnum í Wuhan í Kína í desember 2019. Þann 28. september náði fjöldi látinna í milljón. Þremur og hálfum mánuði síðar, eða þann 14. janúar, höfðu tvær milljónir dáið. Síðan þá eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir. Nú er þó bólusetning komin vel af stað víða en á það þó að mestu við auðugar þjóðir. Víða hefur verið gripið til frekari sóttvarnaraðgerða að undanförnu. Bæði nýsmituðum og látnum hefur farið fjölgandi undanfarna daga, þar sem að um tólf þúsund manns hafa dáið á degi herjum, að meðaltali. Þá hafa allt að 700 þúsund greinst smitaðir á dag. „Þetta er ekki ástandið sem við viljum vera í sextán mánuðum eftir að faraldurinn hófst, þegar við vitum um sóttvarnaraðgerðir sem virka vel,“ hefur fréttaveitan eftir Maríu Van Kerkhove, einum af leiðtogum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund dáið á hverri viku í Brasilíu. Það samsvarar um fjórðungi allra þeirra sem deyja í heiminum. Ráðamenn þar lögðu allt sitt fé á einn framleiðanda bóluefnis og hefur afhending ekki gengið sem eftir. Sömuleiðis hafa Brasilíumenn glímt við skort á verkjalyfjum og súrefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. 16. apríl 2021 10:52 Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15. apríl 2021 22:02 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15. apríl 2021 12:29 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að sérfræðingar telji raunverulegan fjölda látinna vera hærri en vitað sé. Bæði vegna þess að hylmt hafi verið yfir fjölda látinna í einhverjum ríkjum og vegna skorts á greiningu í upphafi faraldursins. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, samkvæmt áðurnefndum gagnagrunni. Þar hafa rúmlega 566 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa tæplega 370 þúsund dáið og í Mexíkó hafa rúmlega 210 þúsund dáið. Covid-19 greindist fyrst í mönnum í Wuhan í Kína í desember 2019. Þann 28. september náði fjöldi látinna í milljón. Þremur og hálfum mánuði síðar, eða þann 14. janúar, höfðu tvær milljónir dáið. Síðan þá eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir. Nú er þó bólusetning komin vel af stað víða en á það þó að mestu við auðugar þjóðir. Víða hefur verið gripið til frekari sóttvarnaraðgerða að undanförnu. Bæði nýsmituðum og látnum hefur farið fjölgandi undanfarna daga, þar sem að um tólf þúsund manns hafa dáið á degi herjum, að meðaltali. Þá hafa allt að 700 þúsund greinst smitaðir á dag. „Þetta er ekki ástandið sem við viljum vera í sextán mánuðum eftir að faraldurinn hófst, þegar við vitum um sóttvarnaraðgerðir sem virka vel,“ hefur fréttaveitan eftir Maríu Van Kerkhove, einum af leiðtogum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund dáið á hverri viku í Brasilíu. Það samsvarar um fjórðungi allra þeirra sem deyja í heiminum. Ráðamenn þar lögðu allt sitt fé á einn framleiðanda bóluefnis og hefur afhending ekki gengið sem eftir. Sömuleiðis hafa Brasilíumenn glímt við skort á verkjalyfjum og súrefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. 16. apríl 2021 10:52 Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15. apríl 2021 22:02 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15. apríl 2021 12:29 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir. 16. apríl 2021 10:52
Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. 15. apríl 2021 22:02
Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09
Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. 15. apríl 2021 12:29
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“