Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 13:29 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku. Smitrakning stendur yfir vegna þeirra tveggja sem greindust með covid-19 í gær og voru utan sóttkvíar. „Undanfarið höfum við yfirleitt endað á að finna einhverjar tengingar á milli þessara smita sem eru að koma utan sóttkvíar við fyrri smit. Við sjáum hvað gerist í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. „Það tekur alltaf einhverja klukkutíma að ná alveg utan um þetta.“ „Með svona vinnu þá fáum við tengingar og getum fundið út og þó það séu oft bara mjög litlir snertifletir eða mjög lítil tenging sem fólk hefur kannski ekki áttað sig á þegar það er verið að fara í gegnum smitrakninguna,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki hafa neinar nánari upplýsingar varðandi smit sem upp kom á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni Þrátt fyrir að heldur fá smit hafi verið að greinast innanlands undanfarna daga segir Víðir áhyggjuefni hve mörg þeirra hafa þó greinst meðal einstaklinga sem ekki voru í sóttkví. „Þetta eru orðin fimm smit núna á stuttum tíma sem eru utan sóttkvíar og það er, eins og við höfum alltaf talað um, áhyggjuefni en smitum auðvitað í heildina er að fara fækkandi og þetta er að ganga ágætlega hjá okkur. Það sem skiptir mestu máli núna er að við hugum vel að okkar persónubundnu sóttvörnum,“ segir Víðir. „Við skulum bara vera undir það búin að það séu að detta inn eitt og tvö smit og það verða einhver smit utan sóttkvíar og það sem við getum öll gert í því er bara að huga að okkar málum, reynt að halda áfram að koma lífinu okkar í eðlilegt horf á sama tíma og við erum að vinna með þessa einföldu hluti sem við erum alltaf að tala um,“ segir Víðir. Vill bera út boðskapinn um mikilvægi sýnatöku Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk sé duglegt að fara í sýnatöku, jafnvel við minnstu einkenni. Víðir segir mikilvægt að bera út þau skilaboð og að fólk veigri sér ekki við að fara í skimun. „Við erum að sjá erlenda starfsmenn sem að kannski hafa ekki alveg skilið þetta og vita ekki alveg hvernig eigi að snúa sér í þessu, þannig að fyrirtæki séu mjög dugleg við það að hjálpa sínum starfsmönnum að komast í sýnatöku ef að þau eru með einhver einkenni,“ segir Víðir. Hann segir nokkuð um það að fólk sem er að koma erlendis frá til að vinna, jafnvel í stuttan tíma, sé ekki meðvitað um hvað það sé auðvelt að komast í sýnatöku hér á landi. „Í mjög mörgum löndum tekur þetta marga daga og er bara heilmikið ferli að fá að komast í sýnatöku en hjá okkur hefur þetta alltaf verið mjög einfalt og auðvelt að komast í sýnatöku. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og aðrir þeir sem eru að vinna með þeim sem koma að utan að þeir hjálpi þeim að bóka tíma í sýnatöku,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Smitrakning stendur yfir vegna þeirra tveggja sem greindust með covid-19 í gær og voru utan sóttkvíar. „Undanfarið höfum við yfirleitt endað á að finna einhverjar tengingar á milli þessara smita sem eru að koma utan sóttkvíar við fyrri smit. Við sjáum hvað gerist í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. „Það tekur alltaf einhverja klukkutíma að ná alveg utan um þetta.“ „Með svona vinnu þá fáum við tengingar og getum fundið út og þó það séu oft bara mjög litlir snertifletir eða mjög lítil tenging sem fólk hefur kannski ekki áttað sig á þegar það er verið að fara í gegnum smitrakninguna,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki hafa neinar nánari upplýsingar varðandi smit sem upp kom á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni Þrátt fyrir að heldur fá smit hafi verið að greinast innanlands undanfarna daga segir Víðir áhyggjuefni hve mörg þeirra hafa þó greinst meðal einstaklinga sem ekki voru í sóttkví. „Þetta eru orðin fimm smit núna á stuttum tíma sem eru utan sóttkvíar og það er, eins og við höfum alltaf talað um, áhyggjuefni en smitum auðvitað í heildina er að fara fækkandi og þetta er að ganga ágætlega hjá okkur. Það sem skiptir mestu máli núna er að við hugum vel að okkar persónubundnu sóttvörnum,“ segir Víðir. „Við skulum bara vera undir það búin að það séu að detta inn eitt og tvö smit og það verða einhver smit utan sóttkvíar og það sem við getum öll gert í því er bara að huga að okkar málum, reynt að halda áfram að koma lífinu okkar í eðlilegt horf á sama tíma og við erum að vinna með þessa einföldu hluti sem við erum alltaf að tala um,“ segir Víðir. Vill bera út boðskapinn um mikilvægi sýnatöku Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk sé duglegt að fara í sýnatöku, jafnvel við minnstu einkenni. Víðir segir mikilvægt að bera út þau skilaboð og að fólk veigri sér ekki við að fara í skimun. „Við erum að sjá erlenda starfsmenn sem að kannski hafa ekki alveg skilið þetta og vita ekki alveg hvernig eigi að snúa sér í þessu, þannig að fyrirtæki séu mjög dugleg við það að hjálpa sínum starfsmönnum að komast í sýnatöku ef að þau eru með einhver einkenni,“ segir Víðir. Hann segir nokkuð um það að fólk sem er að koma erlendis frá til að vinna, jafnvel í stuttan tíma, sé ekki meðvitað um hvað það sé auðvelt að komast í sýnatöku hér á landi. „Í mjög mörgum löndum tekur þetta marga daga og er bara heilmikið ferli að fá að komast í sýnatöku en hjá okkur hefur þetta alltaf verið mjög einfalt og auðvelt að komast í sýnatöku. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og aðrir þeir sem eru að vinna með þeim sem koma að utan að þeir hjálpi þeim að bóka tíma í sýnatöku,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira