„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 10:41 Ásta Magnúsdóttir er kórstjóri stúlknakórsins. AÐSEND Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“ Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira