Um það bil níutíu þúsund óléttar konur hafa verið bólusettar í Bandaríkjunum samkvæmt frétt Reuters um málið. Flestar hafa verið bólusettar með bóluefnum Pfizer eða Moderna án þess að alvarlegar aukaverkanir hafi komið fram.
Nefndin ítrekar þó að ekkert bendi til þess að önnur bóluefni séu hættuleg fyrir óléttar konur, einungis að fyrirliggjandi gögn sýni að þessi tvö séu tiltölulega örugg. Frekari rannsókna sé þörf á öðrum bóluefnum hvað varðar bólusetningu á meðgöngu.
Áður hafði óléttum konum verið ráðlagt að þiggja ekki bólusetningu vegna þess að ekki var ljóst hvaða áhrif það kynni að hafa en rannsóknir hafa nú bent til þess að það sé bæði öruggt og áhrifaríkt.