Körfubolti

LaMarcus Aldridge leggur skóna á hilluna vegna hjartsláttatruflana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
LaMarcus Aldridge lék lengst af með Portland Trailblazers áður en hann gekk til liðs við San Antonio Spurs og svo að lokum Brooklyn Nets.
LaMarcus Aldridge lék lengst af með Portland Trailblazers áður en hann gekk til liðs við San Antonio Spurs og svo að lokum Brooklyn Nets. vísir/getty

LaMarcus Aldridge, leikmaður Brooklyn Nets í NBA deildinn í körfubolta, tilkynnti fyrr í dag að hann væri hættur. Aldridge segir í Instagram færslu sinni að ástæðan séu hjartsláttartruflanir og að hann ætli að setja heilsuna í fyrsta sæti.

Eftir 15 ára feril í NBA deildinn hefur LaMarcus Aldridge lagt skóna á hilluna. Aldridge var valinn annar í nýliðavalinu árið 2006, en hann lék með Portland Trailblazers frá 2006-2015. Þar á eftir lék hann með San Antonio Spurs í sex ár og nú síðast með Brooklyn Nets.

LaMarcus Aldridge er einn af einungis 25 leikmönnum sem hafa skorað yfir 19.000 stig og tekið yfir 8.000 fráköst. Yfir ferilinn skoraði hann að meðaltali 19,4 stig í leik og tók 8,3 fráköst.

„Í síðasta leik spilaði ég með óreglulegan hjartslátt,“ segir Aldridge í Instagram færslu sinni. „Þrátt fyrir að mér líði betur núna var þetta eitt af því hræðilegasta sem ég hef upplifað. Út frá þessu tók ég þá erfiðu ákvörðun að hætta í NBA.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×