Southgate hvetur menn til að haga sér í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 09:01 Landsliðseinvaldur Englands, Gareth Southgate, vill engin fíflalæti í aðdraganda EM. Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hvatt leikmenn sína til að haga sér í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í sumar. Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira