Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 07:29 Luka Dončić tryggði Dallas sigur með ótrúlegri flautukörfu. NBA Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Þá vann Philadelphia 76ers frábæran sigur á Brooklyn Nets, 123-117, og Stephen Curry var að venju frábær í liði Golden State Warriors sem vann Oklahoma City Thunder, 147-109. Leikur Memphis og Dallas var frábær skemmtun. Dallas hafði gengið brösuglega undanfarið og þurfti á sigri að halda. Hann hefði vart getað orðið dramatískari. Eftir hnífjafnan leikvoru Dallas undir en með boltann þegar 1.8 sekúnda voru eftir á klukkunni. Luka Dončić fékk boltann, náði einhvern veginn skoti með annarri hendi er hann tróð sér á milli manna og viti menn, boltinn fór ofan í. Ótrúleg sigurkarfa hjá Dončić og Dallas vann leikinn 114-113. MAGICAL LUKA GAME-WINNER! Luka Doncic beats the trap, puts up the floater from behind the arc and knocks down the #TissotBuzzerBeater to lift the @dallasmavs! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/eOqyEGMg7T— NBA (@NBA) April 15, 2021 Slóveninn skoraði alls 29 stig í liði Dallas á meðan Grayson Allen var stigahæstur hjá Memphis með 23 stig. Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets í uppgjöri toppliða Austurdeildarinnar. Fyrir leik voru bæði lið búin að vinna 37 leiki og tapa 18. Fór það svo að Philadelphia vann sex stiga sigur, 123-117, þökk sé frábærri frammistöðu Joel Embiid. Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 39 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Enginn leikmaður á vellinum skoraði meira og enginn í hans eigin liði var nálægt tveggja stafa tölu í fráköstum. Hjá Nets var Kyrie Irving stigahæstur með 37 stig. Brooklyn Nets | 04.14.21 presented by @PALottery pic.twitter.com/uyiHQ5nLVZ— Philadelphia 76ers (@sixers) April 15, 2021 Stephen Curry skoraði 42 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst í stórsigri Golden State Warriors á Oklahoma City Thunder, 147-109. Þá var Draymon Green með þrefalda tvennu en hann skoraði 12 stig, gaf 16 stoðsendingar og tók 10 fráköst. STEPH CURRY 42 PTS in 29 MINS14/20 FG11/16 3PT8 AST6 REB0 TO 29 3PTS over his last 3 games pic.twitter.com/ZAqSLPMthY— Ballislife.com (@Ballislife) April 15, 2021 Nikola Jokić var með þrefalda tvennu í sigri Denver Nuggets á Miami Heat. Jokić skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst í 123-106 sigri Denver. Julius Randle skoraði 32 stig í 116-106 sigri New York Knicks á New Orleans Pelicans. Staðan í deildinni. Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 105-130 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 90-103 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 117-112 San Antonio Spurs Chicago Bulls 106-115 Orlando Magic Detroit Pistons 98-100 Los Angeles Clippers Houston Rockets 124-132 Indiana Pacers Sacramento Kings 111-123 Washington Wizards
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira