Markalaust á Anfield og Liverpool úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 14. apríl 2021 20:53 Það var hart barist á Anfield í kvöld en Real Madrid komst að endingu áfram. Ensku meistarrnir sitja því eftir með sárt ennið. EPA/Peter Powell Liverpool er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Real Madrid í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Real því áfram, samanlagt 3-1. Það var ljóst að það var á brattann að sækja fyrir Liverpool á heimavelli í kvöld en þeir byrjuðu af miklum krafti og Mohamed Salah fékk gott færi á 2. mínútu en skotið beint á Thibaut Courtois. Skömmu síðar átti James Milner svo gott skot en aftur var Courtois vel á verði og varði frá honum. Real átti svo skot í stöngina en eftir darraðadans og skot eða sendingu frá Benzema, fór boltinn af Ozan Kabak og í stöngina. Every single outfield player that started the game for Real Madrid has made at least one tackle against Liverpool. Not giving up their lead. #UCL pic.twitter.com/LSPuDqVSJp— Squawka Football (@Squawka) April 14, 2021 Liverpool hélt áfram pressunni fyrir hálfleik. Salah fékk annað gott tækifæri á 40. mínútu en líklega besta færi fyrri hálfleiks fékk Gini Wijnaldum skömmu fyrir hlé er hann þrumaði boltanum yfir markið úr algjöru dauðafæri. Staðan var því markalaus í hálfleik. Liverpool var meira með boltann í síðari hálfleik og sótti að marki Real en án árangurs. Leikmenn Liverpool sköpuðu sér mörg góð tækifæri en ekki tókst þeim að koma boltanum fram hjá Courtois. Lokaniðurstaðan markalaus. Real er því komið áfram í undanúrslitin í Meistaradeildinni þar sem þeir mæta Chelsea. Fyrri leikurinn á heimavelli Real þann 27. eða 28. apríl og síðari leikurinn á Englandi viku síðar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast PSG og Man. City. 🗺️ - Liverpool in their last 4 Champions League seasons2020/21 - QF exit to Real MADRID❌2019/20 - L16 exit to Atlético MADRID❌2018/19 - Won trophy in MADRID🏆2017/18 - Runners-up to Real MADRID❌#LIVRMA #UCL— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 14, 2021 Meistaradeild Evrópu
Liverpool er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Real Madrid í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Real því áfram, samanlagt 3-1. Það var ljóst að það var á brattann að sækja fyrir Liverpool á heimavelli í kvöld en þeir byrjuðu af miklum krafti og Mohamed Salah fékk gott færi á 2. mínútu en skotið beint á Thibaut Courtois. Skömmu síðar átti James Milner svo gott skot en aftur var Courtois vel á verði og varði frá honum. Real átti svo skot í stöngina en eftir darraðadans og skot eða sendingu frá Benzema, fór boltinn af Ozan Kabak og í stöngina. Every single outfield player that started the game for Real Madrid has made at least one tackle against Liverpool. Not giving up their lead. #UCL pic.twitter.com/LSPuDqVSJp— Squawka Football (@Squawka) April 14, 2021 Liverpool hélt áfram pressunni fyrir hálfleik. Salah fékk annað gott tækifæri á 40. mínútu en líklega besta færi fyrri hálfleiks fékk Gini Wijnaldum skömmu fyrir hlé er hann þrumaði boltanum yfir markið úr algjöru dauðafæri. Staðan var því markalaus í hálfleik. Liverpool var meira með boltann í síðari hálfleik og sótti að marki Real en án árangurs. Leikmenn Liverpool sköpuðu sér mörg góð tækifæri en ekki tókst þeim að koma boltanum fram hjá Courtois. Lokaniðurstaðan markalaus. Real er því komið áfram í undanúrslitin í Meistaradeildinni þar sem þeir mæta Chelsea. Fyrri leikurinn á heimavelli Real þann 27. eða 28. apríl og síðari leikurinn á Englandi viku síðar. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast PSG og Man. City. 🗺️ - Liverpool in their last 4 Champions League seasons2020/21 - QF exit to Real MADRID❌2019/20 - L16 exit to Atlético MADRID❌2018/19 - Won trophy in MADRID🏆2017/18 - Runners-up to Real MADRID❌#LIVRMA #UCL— Gracenote Live (@GracenoteLive) April 14, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti