Tímabilið undir hjá Skyttunum í Prag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 11:01 Nicolas Pépé (til hægri) skoraði mark Arsenal í fyrri leiknum gegn Slavia Prag. epa/NEIL HALL Staða ensku liðanna fyrir seinni leikina í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar er ansi ólík. Manchester United er komið með annan fótinn í undanúrslitin á meðan Arsenal þarf að taka á honum stóra sínum til að komast þangað. United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Granada á Spáni með tveimur mörkum gegn engu á meðan Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli. Nicolas Pépé kom Skyttunum yfir á 86. mínútu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Tomás Holes fyrir Tékkana. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, tíu stigum frá 4. sætinu, þegar sjö leikir eru eftir. Möguleiki Arsenal á að komast í Meistaradeild Evrópu felst því í að vinna Evrópudeildina. Það yrði jafnframt fyrsti Evróputitill félagsins. Fyrsta Evrópulausa tímabilið í aldarfjórðung? Ef Arsenal fellur hins vegar úr leik í kvöld verður liðið að öllum líkindum ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn frá tímabilinu 1995-96. Arsenal komst í úrslit Evrópudeildarinnar undir stjórn Unais Emery fyrir tveimur árum en tapaði þá fyrir Chelsea, 4-1, í Aserbaídsjan. Arsenal gæti einmitt mætt Villarreal, sem Emery stýrir, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Villarreal vann fyrri leikinn gegn Dinamo í Zagreb, 0-1, og stendur því vel að vígi fyrir seinni leikinn í kvöld. Sterkir Tékkar Leið Arsenal í undanúrslitin verður ekki greið því Slavia Prag hefur ítrekað sýnt í hvað liðið er spunnið í Evrópudeildinni í vetur og þegar slegið út tvö sterk bresk lið í útsláttarkeppninni. Í 32-liða úrslitunum vann Slavia Prag Leicester City, 2-0 samanlagt. Í sextán liða úrslitunum slógu Tékkarnir svo Skotlandsmeistara Rangers út, 3-1 samanlagt. Seinni leikur liðanna á Ibrox, sem Slavia Prag vann með tveimur mörkum gegn engu, dró heldur betur dilk á eftir sér. Í gær var Ondrej Kúdela, varnarmaður Slavia Prag, dæmdur í tíu leikja bann fyrir að beita Glen Kamara, miðjumann Rangers, kynþáttaníði. Hann tekur fyrsta leikinn í banninu út gegn Arsenal í kvöld. Ekki er ljóst hvort Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, getur teflt fram þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Martin Ødegaard í leiknum í kvöld. Sá fyrrnefndi hefur verið veikur og sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. Bukayo Saka og Emile Smith Rowe eru hins vegar klárir í slaginn. Taplausir í þrjátíu heimaleikjum í röð Árangur Slavia Prag á heimavelli undanfarna mánuði hlýtur að blása leikmönnum liðsins von í brjóst. Slavia Prag hefur ekki tapað í þrjátíu heimaleikjum í röð, eða síðan í nóvember 2019. Varnarmenn Arsenal þurfa að hafa góðar gætur á Abdallah Sima í leiknum í kvöld. Þessi nítján ára senegalski framherji hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu, þar af fjögur í Evrópudeildinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst Slavia Prag í fyrsta sinn í undanúrslit í Evrópukeppni síðan 1996. Þá komst liðið í undanúrslit UEFA-keppninnar en tapaði þar fyrir Bordeaux frá Frakklandi. Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira