Lilja Alfreðsdóttir: „Þetta er mér mikið hjartansmál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. apríl 2021 18:58 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera mikið fagnaðarefni að æfingar og keppni í íþróttum séu leyfðar á ný. Vísir/Vilhelm Fyrr í dag var það staðfest að æfingar og keppni í íþróttum yrði leyft á nýjan leik næstkomandi fimmtudag. Skömmu seinna kom tilkynning um að dregin hefði verið til baka sú ákvörðun að banna áhorfendur á íþróttaviðburðum og munu hundrað manns geta komið saman á pöllum íþróttamannvirkja landsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir þetta mikið fagnaðarefni. „Ráðherra íþróttamála er virkilega ánægður með fréttir dagsins,“ sagði Lilja í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum búin að vinna hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni og mér finnst það mjög gott að það sé verið að opna á þetta.“ „Mér hefur fundist það mikilvægt að það sé sambærileg staða fyrir íþróttafólkið okkar hér heima og í löndunum í kringum okkur.“ Lilja segir að þó að sé búið að opna á æfingar og keppni í íþróttum þurfi að huga vel að heilsu íþróttafólks og allra í kringum þær. „Við höfum unnið hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni, en auðvitað þarf að tryggja heilsu og velferð allra. Aðstæður eru sem betur fer að batna vegna þess hversu vel hefur gengið að bólusetja.“ Fyrst um sinn voru áhorfendur ekki leyfðir, en þeirri ákvörðun þó breytt þegar líða tók á daginn. Nú hefur verið staðfest að 100 manns megi mæta á íþróttaviðburði, að uppfylltum skilyrðum. En hvað breyttist? „Það sem var verið að gera var að það er verið að samræma á milli íþrótta og sviðslista. Í sviðslistum var heimilt að hafa áhorfendur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ég hef lagt mikla áherslu á að þetta verði samræmt. Það er mikið fagnaðarefni að það hafi náðst í gegn.“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort og þá hvenær næsta bann skelli á. „Það þarf að fara vel með stöðuna eins og hún er núna. Það að fólk sé að velta því fyrir sér, segir okkur hvað íþróttir skipta miklu máli.“ „Ég tel að þau samfélög sem ná að tryggja sem mesta virkni komist fyrst út úr þessu. Þar tel ég að íþróttir og hreyfing spili stóra rullu. Ég hef gríðarlega trú á íþróttum og hreyfingu almennt og þetta er geðheilbrigðismál.“ Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið síðustu misseri til að bæta íþróttafélögum fjárhagslegan skaða sem hlotist hefur af þessum stoppum sem orðið hafa. En eru einhverjar áætlanir varðandi það að bæta þeim þann skaða sem af því hlýst að mikið brottfall verði frá íþróttafélögunum? „Þetta er mér mikið hjartansmál,“ sagði Lilja. „Hvort sem verið er að ræða um brottfall úr íþróttum eða skólum er mjög stórt mál.“ „Ég óskaði eftir því í upphafi faraldursins að félögin héldu utan um alla tölfræði hvað varðar brottfall og annað svo að við gætum aðstoðað þau. Hugsunin með þessum styrkjum var og er að halda félögunum gangandi, en við eigum eftir að sjá hvernig landið liggur og þetta er eitthvað sem má alls ekki gerast.“ Lilja er bjartsýn á að ástandið og faraldurinn sem að við erum að ganga í gegnum eigi bara eftir að styrkja íþróttastarf á landinu. „Markmiðið er að það verði fleiri sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir nú þegar þessum faraldri líkur heldur en þegar hann fór af stað.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2021 12:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Ráðherra íþróttamála er virkilega ánægður með fréttir dagsins,“ sagði Lilja í samtali við Vísi fyrr í dag. „Við erum búin að vinna hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni og mér finnst það mjög gott að það sé verið að opna á þetta.“ „Mér hefur fundist það mikilvægt að það sé sambærileg staða fyrir íþróttafólkið okkar hér heima og í löndunum í kringum okkur.“ Lilja segir að þó að sé búið að opna á æfingar og keppni í íþróttum þurfi að huga vel að heilsu íþróttafólks og allra í kringum þær. „Við höfum unnið hörðum höndum að þessu með íþróttahreyfingunni, en auðvitað þarf að tryggja heilsu og velferð allra. Aðstæður eru sem betur fer að batna vegna þess hversu vel hefur gengið að bólusetja.“ Fyrst um sinn voru áhorfendur ekki leyfðir, en þeirri ákvörðun þó breytt þegar líða tók á daginn. Nú hefur verið staðfest að 100 manns megi mæta á íþróttaviðburði, að uppfylltum skilyrðum. En hvað breyttist? „Það sem var verið að gera var að það er verið að samræma á milli íþrótta og sviðslista. Í sviðslistum var heimilt að hafa áhorfendur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og ég hef lagt mikla áherslu á að þetta verði samræmt. Það er mikið fagnaðarefni að það hafi náðst í gegn.“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort og þá hvenær næsta bann skelli á. „Það þarf að fara vel með stöðuna eins og hún er núna. Það að fólk sé að velta því fyrir sér, segir okkur hvað íþróttir skipta miklu máli.“ „Ég tel að þau samfélög sem ná að tryggja sem mesta virkni komist fyrst út úr þessu. Þar tel ég að íþróttir og hreyfing spili stóra rullu. Ég hef gríðarlega trú á íþróttum og hreyfingu almennt og þetta er geðheilbrigðismál.“ Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið síðustu misseri til að bæta íþróttafélögum fjárhagslegan skaða sem hlotist hefur af þessum stoppum sem orðið hafa. En eru einhverjar áætlanir varðandi það að bæta þeim þann skaða sem af því hlýst að mikið brottfall verði frá íþróttafélögunum? „Þetta er mér mikið hjartansmál,“ sagði Lilja. „Hvort sem verið er að ræða um brottfall úr íþróttum eða skólum er mjög stórt mál.“ „Ég óskaði eftir því í upphafi faraldursins að félögin héldu utan um alla tölfræði hvað varðar brottfall og annað svo að við gætum aðstoðað þau. Hugsunin með þessum styrkjum var og er að halda félögunum gangandi, en við eigum eftir að sjá hvernig landið liggur og þetta er eitthvað sem má alls ekki gerast.“ Lilja er bjartsýn á að ástandið og faraldurinn sem að við erum að ganga í gegnum eigi bara eftir að styrkja íþróttastarf á landinu. „Markmiðið er að það verði fleiri sem stunda íþróttir og aðrar tómstundir nú þegar þessum faraldri líkur heldur en þegar hann fór af stað.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Tengdar fréttir Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2021 12:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Íþróttir leyfðar að nýju Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2021 12:05
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti