Eilíf ferðalög tóku sinn toll og á endanum tók hún heilsuna fram yfir íþróttina Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 12. apríl 2021 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir hefur ákveðið að kalla þetta gott sem atvinnukona í golfi. Hún hefur nú lagt kylfuna á hilluna. vísir/daníel Valdís Þóra Jónsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur, segir að krónísk bakmeiðsli séu ástæða þess að hún hafi lagt kylfurnar á hilluna. Hún ákvað að taka andlega og líkamlega heilsu fram yfir golf, íþróttina sem var hennar atvinna. „Það er mjög erfitt, og sorglegt en á sama tíma líka smá léttir á vissan hátt,“ sagði Valdís Þóra um tilfinninguna sem fylgdi því að hafa lagt kylfurnar á hilluna. Hún keppti á tveimur risamótum á sínum ferli, Opna bandaríska 2017 og Opna breska ári síðar. Þá varð hún þrívegis Íslandsmeistari í höggleik sem og einu sinni í holukeppni. Einnig lék hún á LET-mótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu, frá árunum 2017 til 2020. „Þetta truflaði mig við svefn, var að vakna í sársauka ef ég fór í ákveðnar stellingar. Gat ekki sest upp í rúminu venjulega og stanslaus verkur í bakinu. Svo koma þessi nýju meiðsli í fyrra þar sem ég klemmi taug sem á ekki að vera hægt að klemma, nánast. Þá var þetta orðin brött brekka upp á við, búið að reyna mörg inngrip sem virkuðu ekki eins og við vildum.“ „Það var svo sem lítið annað í stöðunni. Ég á alveg vonandi eftir nokkur ár lifandi og ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum,“ sagði Valdís um verkina sem hún hefur glímt við undanfarin ár. „Þetta var orðið þannig hvort ég væri að fara skemma eitthvað langvarandi, þetta er orðið það og verður aldrei þannig séð lagað. Þetta var líka farið að setjast á sálina. „Það er erfitt að vera hress og kátur og standa sig vel í því sem maður er að gera þegar maður fæ ekki nægan svefn eða hvíld eða einhverja smá pásu frá verkjum.“ „Þetta er svolítið andleg og líkamleg heilsa sem ég er að taka fram yfir íþróttina,“ bætti Valdís Þóra við. Er erfitt að hætta ung? „Ég er alveg gömul þannig. Miðað við marga á mótaröðinni er ég einhver risaeðla en ég er ekkert gömul inn í mér, ekki enn allavega. Ég var að horfa á Frozen áðan,“ sagði Valdís og hló. „Ég veit það ekki, ég hafði aldrei séð mig fyrir mér vera fimmtuga að keppa. Þó ég sé hætt í atvinnumennsku þá er margt enn í íþróttinni sem ég á eftir að upplifa. Vonandi get ég lagt mitt af mörkum til yngri kynslóðarinnar svo þau geti náð jafn langt eða lengra og ég gerði.“ Valdís Þóra segist enn ung í anda þó hún sé orðin frekar gömul miðað við aðra kylfinga.Vísir/Sigurjón Guðni Að vera atvinnukona í golfi „Þetta er gríðarlegur kostnaður. Þetta er rosalega kostnaðarsamt, ég var að fara til Ástralíu og til Kína. Svo kannski frá Kína til Kenía og þaðan til Svíþjóðar og svo til Suður-Afríku. Þetta voru löng og kostnaðarsöm ferðalög. Maður gerði það sem maður gat til að halda kostnaðinum í algjöru lágmarki.“ „Styrktaraðilar komu vel inn í og hjálpuðu mér mikið. Það hefur verið rosalega erfitt að fá styrktaraðila fyrir þetta ár, sem er skiljanlegt miðað við ástandið. Það eru allir að halda að sér. Er ekki að segja að það hafi haft áhrif á þessa ákvörðun en einstaklingsíþróttir þurfa rosalega mikið fjármagn. Þó það sé bara einstaklingur að keppa þá er þetta kostnaðarsamt og miklu kostnaðarsama en fólk gerir sér grein fyrir.“ „Þetta er líka rosalega erfitt. Þá meina ég andlega og líkamlega. Maður er að flakka milli tímabelta, þú ert aldrei nógu lengi á sama tímabeltinu til að þú náir að jafna þig. Nema þegar við fórum til Ástralíu því ég fór alltaf í sex eða sjö vikur þangað. Það tekur rosalega á líkamlega.“ „Svo er ofboðslega erfitt að vera alltaf ein að ferðast. Ég er alveg sátt í eigin félagsskap og allt það en það kom smá á óvart þegar fór að líða á hversu erfitt þetta er. Maður er félagsvera yfir höfuð, rosalega erfitt í byrjun þegar ég þekkti ekki neinn. Var ein í morgunmat, ein í hádegismat, ein að æfa, ein í kvöldmat og svo fór ég ein inn á hótelherbergi. Svo eignaðist ég vinkonur og þetta verður skárra en á sama tíma erfiðara. Ert að fórna félagslífi hérna heima, fjölskyldulífi og þess háttar. Þú fórnar ofboðslega miklu og oft er þetta þess virði en studnum ekki.“ Viðtalið við Valdísi Þóru má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtalið við Valdísi Þóru í heild sinni Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Það er mjög erfitt, og sorglegt en á sama tíma líka smá léttir á vissan hátt,“ sagði Valdís Þóra um tilfinninguna sem fylgdi því að hafa lagt kylfurnar á hilluna. Hún keppti á tveimur risamótum á sínum ferli, Opna bandaríska 2017 og Opna breska ári síðar. Þá varð hún þrívegis Íslandsmeistari í höggleik sem og einu sinni í holukeppni. Einnig lék hún á LET-mótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu, frá árunum 2017 til 2020. „Þetta truflaði mig við svefn, var að vakna í sársauka ef ég fór í ákveðnar stellingar. Gat ekki sest upp í rúminu venjulega og stanslaus verkur í bakinu. Svo koma þessi nýju meiðsli í fyrra þar sem ég klemmi taug sem á ekki að vera hægt að klemma, nánast. Þá var þetta orðin brött brekka upp á við, búið að reyna mörg inngrip sem virkuðu ekki eins og við vildum.“ „Það var svo sem lítið annað í stöðunni. Ég á alveg vonandi eftir nokkur ár lifandi og ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum,“ sagði Valdís um verkina sem hún hefur glímt við undanfarin ár. „Þetta var orðið þannig hvort ég væri að fara skemma eitthvað langvarandi, þetta er orðið það og verður aldrei þannig séð lagað. Þetta var líka farið að setjast á sálina. „Það er erfitt að vera hress og kátur og standa sig vel í því sem maður er að gera þegar maður fæ ekki nægan svefn eða hvíld eða einhverja smá pásu frá verkjum.“ „Þetta er svolítið andleg og líkamleg heilsa sem ég er að taka fram yfir íþróttina,“ bætti Valdís Þóra við. Er erfitt að hætta ung? „Ég er alveg gömul þannig. Miðað við marga á mótaröðinni er ég einhver risaeðla en ég er ekkert gömul inn í mér, ekki enn allavega. Ég var að horfa á Frozen áðan,“ sagði Valdís og hló. „Ég veit það ekki, ég hafði aldrei séð mig fyrir mér vera fimmtuga að keppa. Þó ég sé hætt í atvinnumennsku þá er margt enn í íþróttinni sem ég á eftir að upplifa. Vonandi get ég lagt mitt af mörkum til yngri kynslóðarinnar svo þau geti náð jafn langt eða lengra og ég gerði.“ Valdís Þóra segist enn ung í anda þó hún sé orðin frekar gömul miðað við aðra kylfinga.Vísir/Sigurjón Guðni Að vera atvinnukona í golfi „Þetta er gríðarlegur kostnaður. Þetta er rosalega kostnaðarsamt, ég var að fara til Ástralíu og til Kína. Svo kannski frá Kína til Kenía og þaðan til Svíþjóðar og svo til Suður-Afríku. Þetta voru löng og kostnaðarsöm ferðalög. Maður gerði það sem maður gat til að halda kostnaðinum í algjöru lágmarki.“ „Styrktaraðilar komu vel inn í og hjálpuðu mér mikið. Það hefur verið rosalega erfitt að fá styrktaraðila fyrir þetta ár, sem er skiljanlegt miðað við ástandið. Það eru allir að halda að sér. Er ekki að segja að það hafi haft áhrif á þessa ákvörðun en einstaklingsíþróttir þurfa rosalega mikið fjármagn. Þó það sé bara einstaklingur að keppa þá er þetta kostnaðarsamt og miklu kostnaðarsama en fólk gerir sér grein fyrir.“ „Þetta er líka rosalega erfitt. Þá meina ég andlega og líkamlega. Maður er að flakka milli tímabelta, þú ert aldrei nógu lengi á sama tímabeltinu til að þú náir að jafna þig. Nema þegar við fórum til Ástralíu því ég fór alltaf í sex eða sjö vikur þangað. Það tekur rosalega á líkamlega.“ „Svo er ofboðslega erfitt að vera alltaf ein að ferðast. Ég er alveg sátt í eigin félagsskap og allt það en það kom smá á óvart þegar fór að líða á hversu erfitt þetta er. Maður er félagsvera yfir höfuð, rosalega erfitt í byrjun þegar ég þekkti ekki neinn. Var ein í morgunmat, ein í hádegismat, ein að æfa, ein í kvöldmat og svo fór ég ein inn á hótelherbergi. Svo eignaðist ég vinkonur og þetta verður skárra en á sama tíma erfiðara. Ert að fórna félagslífi hérna heima, fjölskyldulífi og þess háttar. Þú fórnar ofboðslega miklu og oft er þetta þess virði en studnum ekki.“ Viðtalið við Valdísi Þóru má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Viðtalið við Valdísi Þóru í heild sinni
Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira