Lét sér hvergi bregða þó hann lenti í beinni útsendingu frá gosstað Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2021 12:52 Útsendingar frá gosstað hafa verið vinsælar en óvænt fengu áhorfendur innsýn í útsendingarstúdíó Ríkissjónvarpsins, þar sem Helgi var að undirbúa vðital í Silfrið, fjarfundagest. skáskot Helgi Jóhannesson tæknimaður hjá Ríkissjónvarpinu lét atvikið, það að hann skyldi óvænt vera kominn á skjáinn þar sem sýnt var frá gosstað í beinni, ekki raska ró sinni en segir hugsanlegt að þetta gæti leitt til breytinga í vinnunni. „Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“ Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
„Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“
Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira