Félagarnir þurftu að baka Oreo bombu og má finna uppskriftina að kökunni hér fyrir neðan.
Í þáttunum Blindur bakstur fá keppendur hvorki að vita hvað þau eiga að baka né hvað uppskriftin inniheldur, þau þurfa algjörlega að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Í lokin eru kökurnar svo skoðaðar og bornar saman við köku Evu Laufeyjar, sem svo fær að velja hvor þáttakandi stóð sig betur í að baka í blindni. Þættirnir eru sýndir á laugardagskvöldum á Stöð 2.
Oreo bomba
*3 form (20 cm)
Botnar:
- 400 g sykur
- 220 g hveiti
- 120 g kakó
- 2 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 3 egg
- 2,5 dl súrmjólk
- 2,5 dl heitt soðið vatn
- 2 dl ljós olía
- 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C blástur
- Sigtið þurrefnin saman í skál, sykur, hveiti, kakó, matarsódi, lyftiduft og salt.
- Bætið eggjum , súrmjólk, soðnu vatni, olíu og vanillu og þeytið áfram.
- Skiptið deiginu á milli forma og bakið við 180°C í 25 mínútur.
- Kælið botnanna mjög vel.
Oreo rjómaostakrem
- 700 g flórsykur
- 500 g smjör
- 300 g rjómaostur
- 150 g oreo kex
- 1 tsk vanilludropar
Aðferð:
- Þeytið saman rjómaosti, smjöri og bætið flórsykrinum smám saman.
- Bætið vanilludropum saman við.
- Myljið kexið í matvinnsluvél og bætið saman við.
- Sprautið kreminu á milli botnanna og þekjið kökuna með kreminu.
Súkkulaði Ganache
- 100 g súkkulaði
- 1 dl rjómi
- Aðferð:
- Hitið rjóma að suðu, saxið súkkulaði og hellið rjómanum yfir.
- Leyfið þessu að standa aðeins og hrærið aðeins upp í.
- Hellið varlega yfir kökuna.