Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 09:47 Hér má sjá mynd af skilvindunum sem um ræðir. Myndin var tekin í Natanz af starfsmönnum Alþjóða kjarnorkustofnuninnar árið 2019. AP/Alþjóða kjarnorkustofnunin Yfirvöld í Íran sökuðu í morgun Ísraela um að hafa framið skemmdarverk á kjarnorkurannsóknarstöðinni Natanz á sunnudaginn. Þar voru nýjar skilvindur, sem notaðar eru til að auðga úran, skemmdar í líklegri tölvuárás og heita Íranar því að þeir muni hefna sín. Fregnir bárust af því í gær að Natanz hefði orðið fyrir rafmagnsleysi og var í fyrstu talið að bilunin hefði verið slys. Kjarnorkustofnun Írans sagði þó fljótt að líklega hafi um tölvuárás verið að ræða og beindust spjótin fljótt að ráðamönnum í Ísrael. Þá höfðu fjölmiðlar í Ísrael eftir heimildarmönnum sínum að ísraelskir tölvuþrjótar hefðu beitt sér gegn Natanz, sem leiddi til skemmda á skilvindunum. Enn sem komið er liggur þó ekki nákvæmlega fyrir hvernig skemmdirnar komu til en í fyrstu var talað um rafmagnsleysi í rannsóknarstöðinni. AP fréttaveitan segir að fregnir hafi borist af því að eldar hafi kviknað á svæðinu. Saeed Khatibzadeh, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, viðurkenndi í viðtali í morgun að þeytivindurnar hefðu skemmst og sagði að Íran myndi svara fyrir sig. Hann vildi ekki segja til um hvernig það yrði gert. Þá hefur AP eftir Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, að tækjabúnaður í Natanz verði endurnýjaður og endurbættur. IRNA, ríkisfréttaveita Írans, hefur einnig eftir honum að ríkið muni hefna sína á Ísraelum. Viðræður eiga sér stað á milli Írans og Bandaríkjanna í Vín, þar sem samningamenn ríkjanna ræða hvort og hvernig hægt sé að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða frá árinu 2015. Sjá einnig: Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. #UPDATES Iran's foreign ministry says Israel is "of course" behind an attack on the Natanz uranium enrichment plant the previous day, and vows "revenge... in due time" pic.twitter.com/hsnyBV3A5v— AFP News Agency (@AFP) April 12, 2021 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Ráðamenn í Ísrael eru alfarið andvígir því að samkomulagið verði endurvekið og hefur Benjamín Netanjahú heitið því að Írönum verði ekki leyft að koma upp kjarnorkuvopnum. Í nóvember í fyrra var Mohsen Fakrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Írans, ráðinn af dögum og hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um það. Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni. 12. janúar 2021 20:34 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að Natanz hefði orðið fyrir rafmagnsleysi og var í fyrstu talið að bilunin hefði verið slys. Kjarnorkustofnun Írans sagði þó fljótt að líklega hafi um tölvuárás verið að ræða og beindust spjótin fljótt að ráðamönnum í Ísrael. Þá höfðu fjölmiðlar í Ísrael eftir heimildarmönnum sínum að ísraelskir tölvuþrjótar hefðu beitt sér gegn Natanz, sem leiddi til skemmda á skilvindunum. Enn sem komið er liggur þó ekki nákvæmlega fyrir hvernig skemmdirnar komu til en í fyrstu var talað um rafmagnsleysi í rannsóknarstöðinni. AP fréttaveitan segir að fregnir hafi borist af því að eldar hafi kviknað á svæðinu. Saeed Khatibzadeh, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, viðurkenndi í viðtali í morgun að þeytivindurnar hefðu skemmst og sagði að Íran myndi svara fyrir sig. Hann vildi ekki segja til um hvernig það yrði gert. Þá hefur AP eftir Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, að tækjabúnaður í Natanz verði endurnýjaður og endurbættur. IRNA, ríkisfréttaveita Írans, hefur einnig eftir honum að ríkið muni hefna sína á Ísraelum. Viðræður eiga sér stað á milli Írans og Bandaríkjanna í Vín, þar sem samningamenn ríkjanna ræða hvort og hvernig hægt sé að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða frá árinu 2015. Sjá einnig: Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. #UPDATES Iran's foreign ministry says Israel is "of course" behind an attack on the Natanz uranium enrichment plant the previous day, and vows "revenge... in due time" pic.twitter.com/hsnyBV3A5v— AFP News Agency (@AFP) April 12, 2021 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Ráðamenn í Ísrael eru alfarið andvígir því að samkomulagið verði endurvekið og hefur Benjamín Netanjahú heitið því að Írönum verði ekki leyft að koma upp kjarnorkuvopnum. Í nóvember í fyrra var Mohsen Fakrizadeh, helsti kjarnorkuvísindamaður Írans, ráðinn af dögum og hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um það.
Íran Ísrael Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33 Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02 Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09 Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni. 12. janúar 2021 20:34 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33
Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. 25. febrúar 2021 15:02
Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. 8. febrúar 2021 23:09
Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni. 12. janúar 2021 20:34
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06