Spurs unnu Mavericks í spennuþrungnum leik og Denver skoraði aðeins átta í síðasta leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 07:30 DeMar DeRozan tryggði San Antiono Spurs sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í nótt. Tom Pennington/Getty Images Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Milwaukee Bucks á Orlando Magic, 124-87, og sigur San Antonio Spurs á Dallas Mavericks, 119-117. Þó fór einn leikur fram seint í gærkvöldi en þar vann Boston Celtics mjög óvæntan risasigur á Denver Nuggets, lokatölur 105-87. Denver með góða forystu um miðjan þriðja leikhluta en eftir það hrökk allt í baklás. Denver skoraði aðeins átta stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins á meðan Boston skoraði hverja körfuna á fætur annarri og vann á endanum það sem virðist vera þægilegur sigur er horft er á lokatölur leiksins. Jayson Tatum var með 28 stig í liði Boston og Jaylen Brown 20 stig. Leikur Milwaukee og Orlando var aldrei spennandi en munurinn var 13 stig strax að loknum fyrsta leikhluta. Sá munu var 19 stig í hálfleik og endaði sem 37 stig er Bucks vann þægilegan 124-87 sigur. Mohamed Bamba var stigahæstur hjá Orlando með 21 stig. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Bucks en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Kris Middleton með 21 stig. Khash tonight against the Magic:21 PTS | 8 REB | 5 AST | 8/13 FG pic.twitter.com/zM40Dt9hMn— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 12, 2021 Leikur Dallas og San Antonio var öllu meira spennandi. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og staðan jöfn að honum loknum. Dallas tók forystuna í öðrum fjórðung og var fimm stigum yfir í hálfleik. Spurs svöruðu í síðari hálfleik og var undir í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Spurs virtust ætla að taka leikinn yfir og sigla sigrinum heim en Luka Dončić og félgar voru ekki tilbúnir í það. Þeir jöfnuðu metin í 117-117 þegar 19.4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Spurs átti eina sókn eftir og DeMar Rozen nýtti alla sína reynslu til að setja niður sniðskot úr miðjum teig Dallas og tryggja Spurs 119-117 sigur. DEMAR. DEROZAN.#GoSpursGo pic.twitter.com/YQDJBULaCR— San Antonio Spurs (@spurs) April 12, 2021 DeRozan var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Þar á eftir kom Dejounte Murray með 25 stig. Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Mavericks með 31 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Dončić með 29 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 101-105 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 121-117 Chicago Bulls New York Knicks 102-96 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 125-132 Indiana Pacers Portland Trail Blazers 98-107 Miami Heat Los Angeles Clippers 131-124 Detroit Pistons Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Þó fór einn leikur fram seint í gærkvöldi en þar vann Boston Celtics mjög óvæntan risasigur á Denver Nuggets, lokatölur 105-87. Denver með góða forystu um miðjan þriðja leikhluta en eftir það hrökk allt í baklás. Denver skoraði aðeins átta stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins á meðan Boston skoraði hverja körfuna á fætur annarri og vann á endanum það sem virðist vera þægilegur sigur er horft er á lokatölur leiksins. Jayson Tatum var með 28 stig í liði Boston og Jaylen Brown 20 stig. Leikur Milwaukee og Orlando var aldrei spennandi en munurinn var 13 stig strax að loknum fyrsta leikhluta. Sá munu var 19 stig í hálfleik og endaði sem 37 stig er Bucks vann þægilegan 124-87 sigur. Mohamed Bamba var stigahæstur hjá Orlando með 21 stig. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Bucks en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Kris Middleton með 21 stig. Khash tonight against the Magic:21 PTS | 8 REB | 5 AST | 8/13 FG pic.twitter.com/zM40Dt9hMn— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 12, 2021 Leikur Dallas og San Antonio var öllu meira spennandi. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og staðan jöfn að honum loknum. Dallas tók forystuna í öðrum fjórðung og var fimm stigum yfir í hálfleik. Spurs svöruðu í síðari hálfleik og var undir í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Spurs virtust ætla að taka leikinn yfir og sigla sigrinum heim en Luka Dončić og félgar voru ekki tilbúnir í það. Þeir jöfnuðu metin í 117-117 þegar 19.4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Spurs átti eina sókn eftir og DeMar Rozen nýtti alla sína reynslu til að setja niður sniðskot úr miðjum teig Dallas og tryggja Spurs 119-117 sigur. DEMAR. DEROZAN.#GoSpursGo pic.twitter.com/YQDJBULaCR— San Antonio Spurs (@spurs) April 12, 2021 DeRozan var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Þar á eftir kom Dejounte Murray með 25 stig. Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Mavericks með 31 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Dončić með 29 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 101-105 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 121-117 Chicago Bulls New York Knicks 102-96 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 125-132 Indiana Pacers Portland Trail Blazers 98-107 Miami Heat Los Angeles Clippers 131-124 Detroit Pistons
Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira