Sprengigos hófst í fjallinu á föstudag sem neyddi sextán þúsund manns til þess að yfirgefa heimili sín. Þúsundir hafa gist í tjöldum síðan þá.
Gosið hefur dreift ösku yfir alla eyjuna og á haf út. Íbúum á Barbados, um tvö hundruð kílómetra austan við Sankti Vinsent, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra vegna mengunar frá eldfjallinu.
Almannavarnir Sankti Vinsent greindu frá því í dag að mikið rafmagnsleysi sé nú á eyjunni og aska þekji allt eftir aðra sprengingu í eldfjallinu. Þrumur og eldingar eru í gosmekkinum.
The Barbados Defence Force (BDF) deployed a contingent as part of the Regional Security System’s (RSS) humanitarian assistance and disaster response (HADR) mission to St Vincent and the Grenadines (SVG) in the aftermath of the La Soufrière volcano eruption. pic.twitter.com/R1NInZYaSU
— CDEMA (@cdemacu) April 10, 2021
Von er á aðstoð hermanna frá Barbados og nágrannaríki eins og Antígva og Gvæjana hafa boðist til þess að senda neyðarvistir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eyríki hafa einnig boðist til þess að taka við fólki sem flýr gosið.