Chelsea rúllaði yfir Palace Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2021 18:24 Chelsea fagnar fjórða markinu í kvöld. Þeir léku sér að Palace í Lundúnarslagnum. Justin Tallis/Getty Chelsea lenti ekki í miklum vandræðum með Crystal Palace í Lundúnum í dag en lokatölurnar urðu 4-1. Chelsea vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og það kom ekki að sök í dag. Kai Havertz kom Chelsea fir á áttundu mínútu og Christian Pulisic tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar. Staðan var orðin 3-0 á 30. mínútu er Kurt Zouma skoraði eftir stoðsendingu Mason Mount en þannig stóðu leikar í hálfleik. Christian Benteke minnkaði muninn fyrir Palace á 63. mínútu en stundarfjórðungi síðar skoraði Pulisic annað mark sitt og fjórða mark Chelsea. Lokatölur 4-1. Chelsea er í fjórða sætinu með 54 stig en Palcae er í þrettánda sætinu með 38 stig. FT: Crystal Palace 1-3 Chelsea.All over at Selhurst Park, a comfortable win for the visitors.#CRYCHE #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2021 Enski boltinn
Chelsea lenti ekki í miklum vandræðum með Crystal Palace í Lundúnum í dag en lokatölurnar urðu 4-1. Chelsea vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og það kom ekki að sök í dag. Kai Havertz kom Chelsea fir á áttundu mínútu og Christian Pulisic tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar. Staðan var orðin 3-0 á 30. mínútu er Kurt Zouma skoraði eftir stoðsendingu Mason Mount en þannig stóðu leikar í hálfleik. Christian Benteke minnkaði muninn fyrir Palace á 63. mínútu en stundarfjórðungi síðar skoraði Pulisic annað mark sitt og fjórða mark Chelsea. Lokatölur 4-1. Chelsea er í fjórða sætinu með 54 stig en Palcae er í þrettánda sætinu með 38 stig. FT: Crystal Palace 1-3 Chelsea.All over at Selhurst Park, a comfortable win for the visitors.#CRYCHE #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti