Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 14:00 Heillegir veggir borgarinnar Aten. Borgin er talin um þrjú þúsund ára gömul. AP/Miðstöð Zahis Hawass um Egyptaland til forna Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar. Borgin Aten er nærri Lúxor en hún fannst skömmu eftir að uppgröftur hófst á svæðinu í september. Zahi Hawass, einn helsti sérfræðingur heims í sögu fornegypta, segir að þetta sé stærsta forna borgin sem hefur nokkru sinni fundist í Egyptalandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aten er frá tíð Amenhotep þriðja, ein voldugasta faraós Egyptalands til forna, sem ríkti frá 1391 til 1353 fyrir krist. Það er talin gullöld Egyptaland til forna. Borgin var einnig notuð í tíð Tútankamons faraós, barnabarns Amenhotep, og Ay, arftaka hans. Rústir borgarinnar við vesturbakka Nílafljóts eru sagðar vel varðveittar. Þar hafa fundist heillegir veggir, herbergi með tækjum og tólum, skartgripir, málaðir leirmunir, verndargripir og múrsteinar með innsigli faraósins. Þegar er búið að grafa upp heilu hverfi borgarinnar með bakaríi, stjórnsýslubyggingum og íbúðarhúsum. Fornleifauppgröfturinn stendur enn yfir og býst Hawass við því að finna enn fleiri ómetanleg verðmæti. Betsy Brian, prófessor í Forn-Egyptalandi við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir BBC að eingöngu fundur grafhýsis Tútankamons árið 1922 standi uppgötvuninni á Aten framar. Borgin geti gefið fræðimönnum innsýn inn í hvernig Egyptar til forna höguðu lífi sínu þegar veldi þeirra stóð sem hæst. Verndargripur í líki taðuxa sem fannst í borginni fornu.AP/Miðstöð Zahis Hawass um Egyptaland til forna Egyptaland Vísindi Fornminjar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Borgin Aten er nærri Lúxor en hún fannst skömmu eftir að uppgröftur hófst á svæðinu í september. Zahi Hawass, einn helsti sérfræðingur heims í sögu fornegypta, segir að þetta sé stærsta forna borgin sem hefur nokkru sinni fundist í Egyptalandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aten er frá tíð Amenhotep þriðja, ein voldugasta faraós Egyptalands til forna, sem ríkti frá 1391 til 1353 fyrir krist. Það er talin gullöld Egyptaland til forna. Borgin var einnig notuð í tíð Tútankamons faraós, barnabarns Amenhotep, og Ay, arftaka hans. Rústir borgarinnar við vesturbakka Nílafljóts eru sagðar vel varðveittar. Þar hafa fundist heillegir veggir, herbergi með tækjum og tólum, skartgripir, málaðir leirmunir, verndargripir og múrsteinar með innsigli faraósins. Þegar er búið að grafa upp heilu hverfi borgarinnar með bakaríi, stjórnsýslubyggingum og íbúðarhúsum. Fornleifauppgröfturinn stendur enn yfir og býst Hawass við því að finna enn fleiri ómetanleg verðmæti. Betsy Brian, prófessor í Forn-Egyptalandi við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, segir BBC að eingöngu fundur grafhýsis Tútankamons árið 1922 standi uppgötvuninni á Aten framar. Borgin geti gefið fræðimönnum innsýn inn í hvernig Egyptar til forna höguðu lífi sínu þegar veldi þeirra stóð sem hæst. Verndargripur í líki taðuxa sem fannst í borginni fornu.AP/Miðstöð Zahis Hawass um Egyptaland til forna
Egyptaland Vísindi Fornminjar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira